Ágúst 2001

Trausti Jónsson 9.1.2007

Ágústmánuður var fremur hlýr og sólríkur sunnan- og vestanlands en á norðan- og austanverðu landinu var svalara, minna sólfar en ekki úrkomusamara.
Meðalhitinn í Reykjavík var 11,1° sem er 0,8° yfir meðaltali áranna 1961-1990 og úrkoman mældist í rúmu meðallagi, 63,4 mm, á 16 dögum. Sólskinsstundir voru 202,4 sem er 47,4 stundum umfram meðallag og hefur ekki verði eins sólríkt í Reykjavík í ágúst síðan árið 1987.
Á Akureyri var meðalhitinn 9,9° sem er 0,1° undir meðallagi og úrkoman var einum tíunda hluta minni en venja er, 31,0 mm, og mældist hún á 13 dögum. Sól skein í 131,6 stundir sem er 4,4 stundum minna en venja er.
Í Akurnesi var meðalhitinn 10,4° og úrkoman mældist 185,8 mm.
Á Hveravöllum var meðalhitinn 7,2°, úrkoman mældist 60,0 mm og sólskinsstundir 1 49,7.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica