Júní 2001
Júní var þurr og sólríkur en í svalara lagi. Úrkomudagar í Reykjavík voru 15 og á Akureyri 8 sem er 2 dögum færri en venja er í Reykjavík en 3 dögum færra á Akureyri.
Í Reykjavík var meðalhitinn 8,8° sem er 0,2° undir meðaltali áranna 1961-1990. Úrkoma mældist 31,7 mm sem er rúmlega þriðjungi minna en venja er og sólskinsstundir voru 205,4 sem er 44,4 stundum umfram meðaltal. Í júní 1997 var álíka hiti í Reykjavík en mun þurra og sólríkara.
Á Akureyri var meðalhitinn 8,1° og er það 1,0° undir meðallagi. Úrkoman mældist 14,7 mm sem er rúmlega helmingur þess sem venja er og sólskinsstundir voru 244,1 sem er 67,1 umfram meðallag. Júnímánuður 1997 og 1998 á Akureyri voru þurrari og kaldari en í ár.
Í Akurnesi var meðalhitinn 8,5° og úrkoman mældist 109,3 mm og féll hún að mestu dagana 15.-20. júní.
Á Hveravöllum var meðalhitinn 5,4°. Úrkoman mældist 39,0 mm og sólskinsstundir voru 218,9.