Apríl 2001

Trausti Jónsson 9.1.2007

Tíðarfarið í mánuðinum var allþokkalegt þegar á heildina er litið. Kalt var framan af en upp úr miðjum mánuði hlýnaði. Lítið var um stórviðri og vindar voru fremur hægir. Sólríkt var á sunnanverðu landinu.

Í Reykjavík var meðalhitinn 3,7° sem er 0,8° yfir meðallagi og úrkoma var 13 daga mánaðarins og mældust í allt 32 mm sem er rúmlega helmingur þess er venja er. Sólskinsstundir voru 212,5 og er það 73 fleiri en í meðalárferði og skein sól meira en 10 stundir á dag fjórtán sinnum. Árin 1996, 1997 og 1998 var talsvert hlýrra í Reykjavík. Sólskinsstundir í apríl í fyrra voru 242,3 sem er það mesta sem mældst hefur. Á Akureyri var meðalhitinn 1,4° sem er 0,2° undir meðallagi. Úrkoma var 16 daga og mældist þriðjungi meiri en venja er, 37,5 mm, og hefur ekki verið svo mikil síðan í apríl 1991. Sólskinstundir voru 126,5 sem er 4 stundum færri en venja er og var sólskin meir en 10 stundir á dag sjö sinnum. Í Akurnesi var meðalhitinn 3,0° úrkoman mældist 67,8 mm á 17 dögum. Á Hveravöllum var meðalhitinn -2,8° og úrkoman mældist 23,8 mm og sólskinsstundir voru 182,5.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica