Mars 2001

Trausti Jónsson 9.1.2007

Marsmánuður var í kaldara lagi. Fyrstu daga mánaðarins var frost víða, en um þann 5. hlýnaði og fór hiti yfir frostmark víða um land. Um miðbik mánaðarins tók síðan að kólna á ný og var hiti undir frostmarki víðast hvar. Í heildina var mánuðurinn sólríkur, og lítil úrkoma var um miðbik landsins og sunnan lands.

Meðalhiti í Reykjavík var 0,0 stig og er það 1,5 stigum undir meðallagi áranna 1961 - 1990. Á Akureyri var meðalhitinn -2.8 stig sem er 2.5 stigum kaldara en í meðalári. Á Hveravöllum var meðalhitinn -7,9 stig sem er 2.1 stigum undir meðallagi. Í Akurnesi var meðalhitinn -0,5 stig. Úrkoma í Reykjavík mældist 24.4 mm sem er lítið, eða einungis 38% af meðalúrkomu. Á Akureyri mældist úrkoman 40.4 mm sem er rétt undir meðallagi. Í Akurnesi mældust 88.0 mm og 24.9 mm á Hveravöllum sem er minnsta úrkoma þar í marsmánuði síðan 1981. Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 126 og er það 15 stundum meira en í meðalári. Á Akureyri mældust 94 sólskins-stundir sem er 17 stundum yfir meðallagi. Á Hveravöllum mældust sólskinsstundirnar 109.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica