Febrúar 2001

Trausti Jónsson 9.1.2007

Febrúar var í hlýrra lagi og þarf að fara aftur til ársins1994 til að finna hlýrri febrúarmánuð. Tvö kuldaköst gerði, það fyrra dagana 4.-9. og það síðara hófst þ. 21. og stóð út mánuðinn. Nokkuð næðingsamt var um og eftir miðjan mánuðinn sunnanlands og einnig var mjög hvasst norðanlands þ. 3.

Í Reykjavík var meðalhitinn -0,2° sem er 0,6° undir meðallagi og úrkoma mældist 80,8 mm sem er um tíunduhlutum umfram meðallag. Sólskinsstundir voru 91,8 eða 39,8 stundum umfram meðallag. Á Akureyri var meðalhitinn -0,6° sem er 0,9 ° yfir meðallagi. Úrkoman mældist 34 mm og reyndist hún fimmtungi minni en venja er og sólskinsstundir voru 28,2 eða 7,8 stundum færri en venja er. Í Akurnesi var meðalhitinn 0,5° og úrkoman mældist 163,3 mm. Á Hveravöllum var meðalhitinn -5,9°, úrkoman mældist 91,9 mm og sólskinsstundir voru 59,2.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica