Janúar 2001

Trausti Jónsson 9.1.2007

Veðurfarið í janúarmánuði var mjög hlýtt þrátt fyrir snarpan kuldakafla fyrstu 10 dagana en þá hlýnaði mjög og var hitinn talsvert yfir meðallagi það sem eftir lifði mánaðarins.

Í Reykjavík var meðalhitinn 1 ,0° sem er 1,5° yfir meðaltali áranna 1961-1990. Hiti var svipaður árið 1997 en mun hlýrra var árið 1996 þá var meðalhitinn 2,2°. Úrkoman var í rúmu meðallagi, 78,2 mm, en sólskinsstundir 8 stundum fleiri en venjar er, 35,5. Á Akureyri var meðalhitinn 1,2°, sem er 3,4° yfir meðallagi og hefur ekki orðið svo hlýtt þar síðan í janúar 1992 en þá var meðalhitinn 2,9°. Úrkoman var tæplega helmingur þess sem venja er, 25,6 mm, og sólskinsstundir voru 2,5 sem er færra en venjulega en að jafnaði mælast aðeins 7 sólskinsstundir á Akureyri í janúar. Í Akurnesi var meðalhitinn 2,3° og úrkoman mældist 137,9 mm. Á Hveravöllum var meðalhitinn -4,0°, úrkoman mældist 99,3 mm og sólskinsstundir 8,9.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica