Haustið 2000

Guðrún Þ. Gísladóttir 9.1.2007

Tíðarfarið í Reykjavík í haust hefur verið gott. Meðalhitinn var 2,8° og er það í meðallagi. Haustin 1999 og 1997 voru mun hlýrri. Úrkoman mældist 113,7 mm sem er rúmlega fjórðungi minna en venja er og sólskinsstundir voru 152,7 sem er 30 stundum umfram meðallag. Á Akureyri var meðalhitinn 2,0° sem er 0,7° yfir meðallagi. Úrkoma mældist 174,9 mm sem er rúmlega hálf önnur meðalúrkoma. Ekki hefur verið svo mikil úrkoma á Akureyri síðan haustið 1991. Sólskinsstundir voru 63,6 sem er 9,4 stundum minna en venja er.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica