Október 2000

Guðrún Þ. Gísladóttir 9.1.2007

Októbermánuður var fremur hlýr einkum seinni hlutinn. Frostlaust var að mestu á láglendi nema dagana 11.-13. þegar kólnaði verulega. Í Reykjavík var meðalhitinn 4,8° sem er 0,4° yfir meðaltali áranna 1961-1990. Úrkoman mældist fimmtungi meir en venja er, 103,6 mm, og féll tæpur helmingur hennar, 47,8 mm, á 24 tímum frá kl. 9 þ. 1. Ekki hefur mælst svo mikil úrkoma á einum sólarhring í október frá upphafi mælinga í Reykjavík. Sólskinsstundir voru 77,2 sem er 6 færri en venja er.
Á Akureyri var meðalhitinn 3,7° sem er 0,7° yfir meðallagi. Úrkoma var í rúmu meðallagi, 60,7 mm, og sólskinsstundir voru 5 færri en venja er, 53,5. Í Akurnesi var meðalhitinn 5,6° og úrkoman þar mældist 196,4 mm.
Á Hveravöllum var hitinn -0,2°. Úrkoman mældist 31,4 mm og sólskinsstundir 48,3 mm.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica