Ágúst 2000
Ágústmánuður var fremur hlýr og úrkomulítill að undanskilum örfáum dögum þegar gerði mikið úrfelli. Að morgni þes 10. mældist sólarhringsúrkoman á Akureyri 20,0 mm og í Reykjavík var sólarhringsúrkoman að morgni þess 23., 28,2 mm. Í báðum tilvikum voru þetta rúmir 4/10 hlutar mánaðarúrkomunnar.
Í Reykjavík var meðalhitinn 10,7°C sem er 0,4°C yfir meðatali áranna 1961-1990. Úrkoman mældist 70,7 mm sem er tæplega fimmtungi meir en venja er og sólskinsstundir voru 112,9 sem er 42,1 stundum færri en venja er.
Á Akureyri var meðalhitinn 11,3°C sem er 1,3°C yfir meðallagi. Úrkoman mældist 47,2 mm sem er rúmlega þriðjungi umfram meðallag og sólskinsstundir voru 149,8 sem er 13,2 stundum umfram það sem venja er.
Í Akurnesi var meðalhitinn 10,6°C og úrkoman þar mældist 57,8 mm. Á Hveravöllum var meðalhitinn 8,0°C, úrkoman mældist 47,7 mm og sólskinsstundir voru 146,9.