Júní 2000

Guðrún Þ. Gísladóttir 9.1.2007

Júnímánuður var í meðallagi hlýr. Norðanlands var óvenju sólríkt og þurrt. Á Akureyri var mjög sólríkt og mældist sólskin þar 284,8 klst og hafa ekki mælst fleiri sólskinsstundir í júní frá upphafi mælinga árið 1928. Næstur er júnímánuður 1982 með 263,8 klst.
Í Reykjavík var meðalhitinn 9,4 sem er 0,4° yfir meðaltali áranna 1961-1990. Úrkoman mældist 61,6 mm fjórðungi meira en venja er og sólskinsstundir voru 213,3 sem er 52,3 fleiri en í meðalmánuði. Á Akureyri var hitinn í meðallagi 9,1°. Úrkoma þar mældist 14,4 mm sem er rúmlega helmingur þess er venja er og sólskinsstundir voru 284,8 sem er 107,8 stundum umfram meðallag.
Í Akurnesi var meðalhitinn 7,9° og úrkoman mældist 29,4 mm. Á Hveravöllum var hitinn 5,7°. Úrkoman mældist 41,0 mm og sólskinsstundir 236,2 sem er það þriðja mesta frá 1966. Á Hveravöllum mældist mun meira sólskin árið 1991, 308,4 klst og aðeins meira árið 1980.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica