Desember 1999
Desember var ívið kaldari en í meðalári.
Meðalhiti í Reykjavík var -1,0 stig sem er 0,8 stigum undir meðallagi. Á Akureyri var meðalhitinn -2,1 stig og er það 0,2 stigum undir meðallagi. Í Akurnesi var meðalhitinn -0,8 stig, en -6,8 á Hveravöllum.
Úrkoma var minni en í meðalárferði um suðvestanvert landið.
Í Reykjavík mældist úrkoman 59mm og eru það þrír fjórðu hlutar meðalúrkomu. Á Akureyri mældist úrkoman 51mm og má það heita í meðallagi. Í Akurnesi mældist úrkoman 215mm og 29 mm á Hveravöllum.
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 14 og er það 2 stundum umfram meðallag. Ekkert sólskin mældist á Akureyri eins og algengast er í desember. Alhvítt var í Reykjavík 25 daga mánaðarins og er það mjög óvenjulegt í desember.