Nóvember 1999
Nóvembermánuður var í hlýrra lagi. Í Reykjavík var hlýrra árin 1998 og 1997 og á Akureyri árið 1997. Tvisvar gerði mjög góða hlýindakafla og voru mörg hitamet slegin.
Dagana 10.-12. var mjög hlýtt og mældist þá mesti hiti sem mælst hefur á Íslandi í nóvember að kvöldi þ. 10. á Dalatanga, 22,7°, og 23,3° mældust á sjálfvirku stöðinni þar á sama tíma. Á Dalatanga hafði áður mælst mestur hiti á landinu ,19,7°, þ. 10. nóvember 1971. Hitinn komst yfir 20° á Sauðanesvita þ. 11. og 19.
Á Akureyri mældust 17,0° þ. 11. og hefur ekki orðið svo hlýtt þar síðan 3. nóvember 1964 en þá mældust 17,6°. Í síðari hitakaflanum í kringum þ. 19. komst hitinn í Reykjavík í 12,6° sem er það það mesta í nóvember frá upphafi mælinga. Eldra metið var 11,7° frá 8. nóvember 1956 og sami hiti mældist þ. 11. og 12. í ár.
Í Reykjavík var meðalhitinn 2° sem er 0,9° yfir meðaltal áranna 1961-1990. Úrkoman var í meðallagi 72,1 mm og sólskinsstundir 35,4, fjórum stundum færri en venja er.
Á Akureyri var meðalhitinn 1,4° sem er 1,8° yfir meðaltali.
Úrkoman var í rúmu meðallagi 59,6 mm og sólskinsstundir 2 stundum færri en venja er 12,7. Í Akurnesi var meðalhitinn 1,9° og úrkoman mældist 54,7 mm. Á Hvervöllum var hitinn –3,7°. Úrkoman mældist 59,8 og sólskinsstundir voru 9,3.