Október 1999

Trausti Jónsson 9.1.2007

Októbermánuður var hlýr með miklu votviðri einstaka daga en mjög góða og sólríka þurrkakafla gerði inn á milli. Mestu hlýindin voru um og eftir miðjan mánuðinn.
Í Reykjavík var meðalhitinn 5,6° og er það 1,2° yfir meðallagi. Álíka hlýtt var þar árið 1997.
Á Akureyri var meðalhitinn 3,8° sem er 0,8° yfir meðallgi. Þar hefur ekki orðið svo hlýtt í október síðan á árunum 1991-1993.
Á báðum stöðum var úrkoman rúmlega fjórðungi meiri en venja er, en hún mældist 114,5 mm í Reykjavík sem er það mesta síðan 1985. Á Akureyri mældist úrkoman 75,8 mm.
Sólskinsstundir voru í meðallagi í Reykjavík, 83,1, en á Akureyri voru þær 16 fleiri en venja er, 67,9.
Í Akurnesi var meðalhitinn 5,8° og úrkoman þar mældist 101,8 mm.
Á Hveravöllum var meðalhitinn 0,2°, úrkoman þar mældist 111,7 mm og sólskinsstundir voru 48. 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica