September 1999

Trausti Jónsson 9.1.2007

Mánuðurinn var fremur hlýr um allt land. Vætusamt var einkum á norðan- og austanverðu landinu og varð úrkoman hvað mest dagana 8.-11. og aftur þ.15.-18. Septembermánuður í fyrra var álíka hlýr og í ár en mun hlýrra var árið 1996.
Í Reykjavík var meðalhitinn 8,5°C sem er 1,1° yfir meðallagi og úrkoman mældist 71,9 mm sem er í góðu meðallagi. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 116,8, og er það 8 stundum minna en í meðalári
Á Akureyri var meðalhitinn 7,1° sem er 0,8° yfir meðallagi og þar mældist úrkoman 75,4 mm sem er nærri tvöfalt meðalúrkomumagn. Ívið meiri úrkoma var í september árið 1987 á Akureyri og talsvert meiri árið 1981. Sólskinstundir á Akureyri voru 63,3 sem er tæmum 22 stundum minna en venja er.
Í Akurnesi var meðalhitinn 8,3° og úrkoman þar mældist 288,3 mm.
Á Hveravöllum var meðalhitinn 3,6°. Úrkoman mældist 96,6 mm og sólskinsstundir 98,0. 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica