Ágúst 1999

Trausti Jónsson 9.1.2007

Ágústmánuður var með hlýrra móti. Meðalhiti í Reykjavík var 11,3 stig og er það 1 stigi ofan meðallags. Álíka hlýtt var í fyrra, en fara þarf aftur til 1969 til að finna hlýrri ágústmánuð í Reykjavík. Meðalhitinn á Akureyri var 11,6 stig og er það 1,6 stigi yfir meðallagi. Hlýrra var í ágúst á Akureyri 1995. Í Akurnesi varð meðalhitinn 20,2 stig, en 8,1 á Hveravöllum. Þetta var hlýjasti ágúst á Hveravöllum frá 1978.
Úrkoma í Reykjavík mældist 64,5 mm og er það rétt yfir meðallagi. Á Akureyri mældist úrkoman 27,8 mm. Þurrara varð síðast á Akureyri í ágúst 1991. Í Akurnesi mældist úrkoman 41,9 mm og 34,6 mm á Hveravöllum.
Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 137,2 og er það 18 stundum undir meðallagi. Minni sól mældist þó bæði í fyrra og hittiðfyrra. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 142,7 og er það í ríflegu meðallagi. Á Hveravöllum mældust 166 sólskinsstundir.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica