Vorið 1999

Trausti Jónsson 9.1.2007

Vorið 1999, þ.e apríl og maí, hefur verið fremur kalt og vætusamir einkum um norðanvert landið en þokkalega sólríkt var með köflum.

Í Reykjavík var meðalhiti vorsins 4,8° sem er 0,1° yfir meðallagi en á Akureyri var hann 3,5° sem er 0,1° undir meðallagi.

Úrkoman í Reykjavík mældist 112 mm sem er nákvæmlega í meðallagi og á Akureyri mældist hún 71,9 mm sem er u.þ.b. fjórðungi meira en venja er. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 378 sem er 46 stundum umfram meðallag og á Akureyri voru sólskinsstundir 312 sem er 8 stundum umfram meðallag.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica