Maí 1999

Guðrún Þ. Gísladóttir 9.1.2007

Maímánuður var fremur hlýr, einkum framan af en vætusamur og sólarlítill. Meðalhitinn í Reykjavík og á Akureyri var 6,7° sem er 0,3° yfir meðaltali áranna 1961-1990 í Reykjavík, en 1,2° yfir því á Akureyri. Vætusamt var víða um land og var úrkoman tæplega tvöföld meðalúrkoma (197%) í Reykjavík, 86,5 mm, en ríflega tvöföld (211 %) á Akureyri, 40,2mm. Mun meiri úrkoma var í Reykjavík árið 1991 og meiri úrkoma var á Akureyri árið 1995 í maí. Sólskinsstundir voru 167 í Reykjavík og 148 á Akureyri og er það u.þ.b 25 stundum færri en venja er á báðum stöðum. Á Hveravöllum var meðalhitinn 1,6°. Úrkoman þar mældist 79,7 mm og sólskinsstundir voru 170,5 mm. Í Akurnesi var meðalhitinn 6,3° og úrkoman mældist 77,3 mm.

 
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica