Apríl 1999

Trausti Jónsson 9.1.2007

Aprílmánuður var fremur kaldur einkum norðanlands. Sunnan heiða var sólríkt og þurrviðrasamt. Í Reykjavík var meðalhiti mánaðarins í tæpu meðallagi, 2,8°, og er þá miðað við meðaltal áranna 1961-1990. Úrkoman mældist aðeins helmingur þess er venja er, 25,5 mm. Sólskinsstundir voru 210,3 og er það rúmum 70 stundum umfram meðallag og hefur aðeins einu sinni mælst meira sólskin síðan 1934 en það var árið 1994.
Á Akureyri var meðalhitinn 0,2° sem er 1,4° undir meðallagi. Úrkoman mældist í rúmu meðallagi, 31,7 mm, og sólskinsstundir voru 164,6 sem er 34 stundum umfram meðallag. Í Akurnesi var meðalhitinn 2,7° og úrkoman mældist 53,9 mm. Á Hveravöllum var meðalhitinn -3,5° úrkoman mældist 372 og sólskinsstundir 165,5.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica