Ágúst 1997
Ágústmánuður var mildur um allt land en fremur vætusamur, einkum sunnan- og vestanlands. Meðalhitinn í Reykjavík var 11,1° sem er 0,8° yfir meðaltali áranna 1961-1990. Úrkoman mældist 95 mm sem er hálf önnur meðalúrkoma og sólskinsstundir voru 122 sem er 33 stundum færra en venja er. Á Akureyri var meðalhitinn 10,8° og er það einnig 0,8° yfir meðallagi. Úrkoman þar var í rúmu meðallagi, 36 mm, og sólskinsstundir mældust 146 sem er 10 stundum umfram meðallag. Í Akurnesi var meðalhitinn 10,8° og úrkoman þar mældist 225 mm. Á Hveravöllum var meðalhitinn 7,3°, úrkoman þar mældist 122 mm og sólskinsstundir 118.