Júní 1997
Mánuðurinn var þurrviðrasamur og kaldur um allt land og sums staðar var mjög sólríkt. Í Reykjavík var meðalhitinn 8,4°C sem er 0,6° undir meðallagi .Úrkoman mældist 16 mm, sem er aðeins þriðjungur þess sem venja er og sólskinsstundir voru 240 sem er 79 stundum umfram meðallag. Júní 1991 var óvenju þurr og sólríkur var og bæði þurr ara og sólríkara í Reykjavík þá en nú, en meðalhitinn var 1° hærri 1991. Á Akureyri var meðalhitinn 7,6° sem er 1,5° undir meðallagi. Úrkoman mældist 15 mm sem er rúmlega helmingur þess sem venja er. Sólskinsstundir voru 165 sem er 12 stundum færri en í meðalári. Í Akurnesi var meðalhitinn 7,9 ° og úrkoman mældist 76 mm. Á Hveravöllum var meðalhitinn 4,7°, úrkoman mældist 23 mm og sólskinsstundir 226.