Árssveifla mánaðarmeðalhita
Á þessari síðu er útslag árstíðasveiflu skilgreint sem mismunur júlí hitastigs og janúar hitastigs. Aðrar skilgreiningar (t.d. mismunur mesta og minnsta hitastigs) eru mögulegar.
Ef útslag árstíðasveiflu er reiknað fyrir hverja stöð, og niðurstaðan síðan brúuð yfir á kort fæst eftirfarandi niðurstaða.
Árssveifla meðalhita
Tölfræðilegu líkönin að baki hitakortunum eru gerð fyrir hvern mánuð fyrir sig. Skekkjumat er síðan reiknað fyrir hvern mánuð. Auk skekkjumats má kanna gæði hvers líkans með því að skoða hversu vel það nær afleiddum stærðum (þ.e., stærðum sem líkanið var ekki hannað sérstaklega til að ná). Meðal slíkra fyrirbæra er útslag árstíðasveiflunnar.
Hér að neðan sést útslag árstíðasveiflu eins og hún birtist í þremur mismunandi tölfræðilegum hitalíkönum. Fyrst er núverandi útgáfa og svo tvær eldri útgáfur af þessum líkönum.
Munurinn á milli þessara þriggja útgáfa liggur í línulega hluta líkansins:
- Línulega líkanið notar: hæð, lengd, breidd, fjarlægð frá úthafi og fyrstu fjóra eiginvigra landslags.
- Línulega líkanið notar: hæð, lengd, breidd og fjarlægð frá ströndu.
- Línulega líkanið notar: hæð, lengd, breidd og dægursveiflu júnímánaðar.
Útslag árstíðarsveiflu samkvæmt nýjustu útgáfu
Útslag árstíðarsveiflu samkvæmt útgáfu sem notar fjarlægð til strandar
Útslag árstíðarsveiflu samkvæmt útgáfu sem notar dægursveiflu í júní
Orðskýringar