Athugana- og tæknisvið

Hlutverk Athugana- og tæknisviðs

Hlutverk Athugana- og tæknisviðs er rekstur mælikerfa á fagsviðum stofnunarinnar. Mælikerfin þjóna margþættu hlutverki fyrir langtíma náttúrufars- og auðlindarannsóknir og vöktun á náttúruvá.

Sviðið ber ábyrgð á frumskráningu allra mæligagna. Sviðið tryggir gagnastrauma til innri og ytri viðskiptavina með sjálfvirku gæðaeftirliti. Jafnframt er það á ábyrgð sviðsins að gögn séu yfirfarin samkvæmt samningum og viðeigandi gæðaviðmiðum áður en þau fara í gagnagrunna.

Sviðið gegnir hlutverki sínu með því að fylgjast með þróun í mælitækni, kerfisrekstri og fjarskiptum og leitar hagstæðustu leiða við rekstur kerfanna. Sviðið ber ábyrgð á innkaupum tækja og búnaðar sem þarf til að sinna gagnaöflun. Sviðið ber ábyrgð á stefnu Veðurstofunnar um mælikerfi.

Sviðið gegnir hlutverki í viðbragðsáætlunum Veðurstofunnar vegna náttúruvár.

Virkja næstu kynslóð
""
Önnur af tveimur færanlegum veðursjám Veðurstofunnar gangsett fyrir utan Flensborgarskólann í Hafnarfirði í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, haustið 2013. Ljósmynd: Þorgils Ingvarsson.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica