Veðurstofa Íslands 90 ára

Snjóflóð
© Rúnar Óli Karlsson
Snjóflóð sem komið var af stað í rannsóknarskyni með sprengingu þann 16. mars 2009 af starfsmönnum snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands á Ísafirði. Rauðir hringir eru dregnir um flögg sem komið var fyrir til þess að mæla hraða snjóflóðsins.

Nýjar fréttir

Virkni í gosinu áfram nokkuð stöðug

Uppfært 29. nóvember kl. 15:20

Eldgosið á Sundhnúksgígaröðinni hefur haldið áfram með stöðugri virkni í nótt líkt og undanfarna daga og litlar breytingar eru á gosóróa. Hraunflæðið frá virka gígnum er nú mest allt til suðausturs að Fagradalsfjalli.

Þetta eldgos sem hófst fyrir 9 dögum er þar með orðið það næst stærsta að rúmmáli af þeim eldgosum sem hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni síðan í desember 2023.

Lesa meira

Bætt framsetning rýmingarkorta vegna ofanflóðahættu

Ofanflóðasérfræðingar á Veðurstofunni hafa unnið með Almannavarnanefnd Austurlands undanfarið ár að því að uppfæra rýmingarkort vegna ofanflóðahættu fyrir þéttbýlin í Múlaþingi og Fjarðabyggð. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, staðfesti nýju rýmingarkortin formlega með undirritun á Veðurstofunni í dag. Ein mikilvægasta breytingin frá fyrri rýmingarkortum er sú að nú eru kortin sett fram á stafrænan hátt og verða aðgengileg í kortasjám á heimasíðum viðkomandi sveitarfélaga.

Lesa meira

Jöklabreytingar á Íslandi á COP29

Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands, mun flytja erindi á loftslagsráðstefnunni COP29 fimmtudaginn 21. nóvember klukkan 18:00 að staðartíma eða klukkan 14:00 hér á landi. Erindið verður fjarflutt í sérstakri dagskrá ráðstefnunnar um áhrif hlýnunar á ísa og snjóa jarðar (Cryosphere Pavilion) og verður hluti af setu sem ber heitið: "From Global Glacier Monitoring to the Global Glacier Casualty List". Viðburðurinn verður í beinu streymi, og hægt er að fylgjast með honum á þessari vefslóð.

Lesa meira

Eldgos hafið á Sundhnúksgígaröðinni

Uppfært 20. nóvember kl. 23:25

Eldgos hafið á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells

Lesa meira

Helgi Björnsson jöklafræðingur var gerður að heiðursfélaga í Alþjóðlega jöklarannsóknafélaginu

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið hefur gert Helga Björnsson, jöklafræðing og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að heiðursfélaga í samtökunum fyrir ævistarf sitt við jöklarannsóknir. 

Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið er samstarfsvettvangur jöklafræðinga um heim allan og þar starfa flestir íslenskir jöklafræðingar sem m.a. vinna við Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica