Febrúar var óvenjulega hlýr, úrkomusamur og snjóléttur. Suðlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum. Töluvert var um illviðri, sérstaklega í byrjun mánaðar. Verst var veðrið dagana 5. og 6. febrúar þegar mikið sunnan hvassviðri gekk yfir landið. Veðrið bættist í hóp verstu óveðra síðustu ára. Samgöngur lágu niðri og veðrið olli töluverðu tjóni víða um land.
Lesa meiraAflögunarmælingar sýna að landris heldur áfram á svipuðum hraða og síðustu vikur. Magn kviku undir Svartsengi er nú meira en það sem var áætlað fyrir eldgosið sem hófst 20. nóvember. Enn er talið að auknar líkur séu á kvikuhlaupi og eldgosi, og allt bendir til þess að það geti orðið innan næstu daga eða vikna.
Lesa meiraMikið sunnan illviðri gekk yfir landið dagana 5.–6. febrúar 2025 og bætist það í hóp verstu óveðra síðustu ára. Slík veður eru þó ekki óalgeng hér á landi og koma á 2–5 ára fresti. Hins vegar hafa síðustu vetur verið fremur hægviðrasamir og því hafa illviðri verið sjaldgæf.
Lesa meiraLægð fór yfir vestanvert landið í dag og olli óveðri víða um sunnan-, austan og norðanvert landið.
Rauðar viðvaranir vegna sunnan illviðrisins eru enn í gildi á austanverðu landinu fram til kvölds. Spáð er sunnan 23-30 m/s og rigningu um austanvert landið með staðbundnum vindhviðum yfir 50 m/s. Má búast við foktjóni og hættulegum aðstæðum utandyra og ferðalög eru ekki ráðlögð. Á Austfjörðum mun veðrið lægja síðast, um kvöldmatarleytið.
Lesa meira