Aðstoðarsnjóathugunarmaður í Neskaupstað
Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða aðstoðarsnjóathugunarmann til starfa í Neskaupstað. Starfið tilheyrir deild snjóflóða og skriðufalla sem er á Þjónustu- og rannsóknasviði.
Um er að ræða starf í tímavinnu, sem alla jafna er unnið á tímabilinu 15. október til 15. maí ár hvert.
Helstu verkefni og ábyrgð
Aðstoðarsnjóathugunarmaður vinnur með snjóathugunarmanni svæðisins. Þeir fylgjast með snjóalögum og veðri í nágrenni við sitt byggðalag og aðstoða við að meta yfirvofandi hættu á snjóflóðum. Einnig sinna snjóathugunarmenn reglulegum mælingum á snjó, mæla snjóflóð sem falla og skrá þau í gagnagrunn.
Hæfniskröfur
Umsækjandi verður að þekkja vel til veður- og snjóaðstæðna á svæðinu. Hann verður að geta gert snjóathuganir til fjalla, jafnvel við erfiðar aðstæður og starfað undir miklu álagi þegar hættuástand skapast. Viðkomandi þarf að vera áreiðanlegur, nákvæmur og hafa góða samskiptahæfileika.
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Gildi Veðurstofu Íslands eru þekking, áreiðanleiki, framsækni og samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni munu taka mið af þessum gildum.
Nýr starfsmaður mun fá þjálfun í öryggisatriðum sem tengjast starfinu og mat á snjóflóðahættu.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Hvetjum fólk af öllum kynjum að sækja um starfið.
Umsókninni þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.
Starfshlutfall er 10-20%
Umsóknarfrestur er til og með 12.09.2025
Nánari upplýsingar veitir
Harpa Grímsdóttir, harpa@vedur.is
Sími: 5226000
Hugrún Björk Hafliðadóttir, hugrun@vedur.is
Sími: 5226000