Haf- og borgarístilkynningar 2001
Tilkynningar í tímaröð
31-12-2001 kl. 15:00 Skip
Sigldum í gegnum íshrafl um 10 sml. NNV af Horni og voru þar og í nágrenninu nokkrir stórir jakar. Tveir stórir ísjakar sáust í ratsjá í réttvísandi 344° frá Horni og í 9.5 sml. fjarlægð. Tveir aðrir stórir jakar sáust einnig í ratsjá norður af Horni í um 14.5 sml. fjarlægð. Borgarísjaki sást í ratsjá á stað: 66°34,6'N og 021°52,1'V. Siglingaleið var greið eftir það en sigldum í gegnum nokkurt íshrafl um 24 sml. NA af Drangaskörðum. Innanum voru varasamir jakar. Siglingaleiðin fyrir Horn er fær en nokkuð varasöm í slæmu skyggni og myrkri.
29-12-2001 kl. 19:26 Landhelgisgæslan
Laugardaginn 29. desember 2001 var þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF í eftirlits- og ískönnunarflugi úti fyrir Vestfjörðum. Ískönnun höfst á Húnaflóa og síðan haldið með strönd austur að Skaga. Íshröngl og borgarís er á öllum flóanum, landfastur borgarís við Vatnsnes, Skaga og á ströndum inn að Veiðileysufirði. Snérum vestur norðan Skaga og komum að ísbrúninni norður af Horni. Lá hún um eftirtalda staði frá vestri til austurs:
1. 66°50'N 024°10'V frá þessum stað til SV a.m.k. 40 sml.
2. 66°58'N 023°48'V 3. 67°00'N 022°50'V
4. 66°57'N 022°30'V 5. 67°03'N 021°59'V
6. 67°08'N 022°10'V 7. 67°15'N 021°50'V
Þéttleiki íssins er 7-9/10 og eru ísrastir um allan sjó svipaðar að þéttleika. Íshröngl er um allan Húnaflóa og við Hornstrandir, þar eru einnig margir stórir jakar innan í ísröstum sem geta verið hættulegir skipaumferð. U.þ.b. 10-12 sml. frá landi er læna (milli meginísrandar og íshröngls við Strandir) sem er nokkuð laus við ís og er hentugast skipaumferð að sigla þá lænu. Siglingaleiðin fyrir Horn virðist því vera opin en mjög varasöm.
Næst landi var ísbrúnin: 28 sml. norður af Kögri.
Borgarís sást á eftirtöldum stöðum:
1. 65°54'N 021°15'V 2. 65°47'N 020°50'V eða við Vatnsnes
3. 65°52'N 020°50'V 4. 66°12'N 020°20'V (3 jakar við Skaga)
5. 66°32'N 021°35'V (2 jakar)
6. 66°49'N 021°35'V (2 jakar)
7. 66°50'N 022°05'V 8. 66°42'N 022°40'V
9. 66°40'N 023°20'V 10. 66°30'N 023°45'V
29-12-2001 kl. 12:25 Hraun á Skaga
Borgarísjaki 2-3 sml. í norður frá Ásbúðnaskeri.
29-12-2001 kl. 04:10. Skip
Töluvert íshrafl á svæðinu 7 sml vestur af Rit. Getur verið hættulegt minni bátum.
28-12-2001 kl. 13:00 Skip.
Staddir á 66°36'N 023°27'V (13 sml. NV af Straumnesi).
Ísjaðar norður og austur af okkur á hraðri leið að landi.
28-12-2001 kl. 08:35. Litla-Ávík
Talsvert íshröngl komið á fjörur hér við veðurstöð og enn er íshrafl að reka að landi.
27-12-2001 kl. 22:19 Skip
Staddir á 66°54,0'N 020°31,3'V.
Sjáum ís í ratsjá 4 sml. 20° frá okkur. Rekur 0.8-1.2 sml. á klst. Sjáum ekki hvort þetta er spöng eða stakur ís. Einnig kominn punktur inn á 10 milurnar.
27-12-2001 kl. 18:30 Landhelgisgæslan
Fimmtudaginn 27. desember 2001 var þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF í eftirlits- og ískönnunarflugi úti fyrir Vestfjörðum. Komið var að ísbrúninni norður af Kögri og henni fylgt eftir til austurs og suðurs um eftirtalda staði (frá punkti nr. 1 liggur ísröndin til vesturs, séð með ratsjá).
1. 67°00'N 023°30'V 2. 66°52'N 023°00'V
3. 66°58'N 023°02'V 4. 67°05'N 022°32'V
5. 66°57'N 021°58'V 6. 66°33'N 021°58'V
Mikil hreyfing er á ísnum til suðurs undan veðri, þéttleiki ísspanga er um 7-9/10. Erfitt er að setja út eiginlega ísrönd vegna þess hve ísrastir eru tiltölulega þéttar. Mikið er um stóra ísmola út frá ísröndinni, sem og inni í ísnum. Ísmolar eru komnir upp að ströndum við Horn og austur um að Gjögri. Talsverður ís er á siglingaleið.
Næst landi var ísbrúnin: 23 sml. N af Kögri og 15 sml. NA af Horni.
Borgarís sást á eftirtöldum stöðum:
1. 67°05'N 022°40'V 2. 67°12'N 022°32'V
3. 66°12'N 021°22'V (tveir jakar, sennilega strandaðir)
4. 66°07'N 021°20'V.
27-12-2001 kl. 11:30 Litla-Ávík
Ísjaki strandaður við svonefnt Hagasker NA við Reykjaneshyrnu og frekar lágur jaki strandaður milli Krossness og Veturmýrarness sem er hér um 8 km VNV til NV af stöðinni. Smá jakabrot á reki þarna á milli en sjást illa vegna ölduhæðar.
22-12-2001 kl. 21:00 Skip
Stakir jakar á reki 18 sml. SV úr Kolbeinsey. Meiri ís að sjá þar vesturundan. Rekur hratt austureftir.
13-12-2001 kl. 16:00 Flugvél
Komið var að þéttum ísjaðri 9/10 að þéttleika á stað 66°42,22'N 025°03,52'V, rúmlega 53 sml. NV af Straumnesi.
Nær Grænlandi á stað 67°04,71'N 026°40,80'V þynntist ísþekjan og var þéttleiki 4/10.
Enn nær Grænlandi á stað 67°13,70'N 026°56,00'V varð þéttleiki enn minni eða um 1/10.
04-12-2001 kl. 15:00 Landhelgisgæslan.
Þriðjudaginn 4. desember 2001 var flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlitsflugi úti fyrir Vestfjörðum.
Kl. 11:52 var komið að ísrönd og var henni fylgt suður um eftirtalda staði:
1. 66°50'N 024°30'V 2. 66°53'N 024°55'V
3. 66°48'N 025°00'V 4. 66°38'N 025°28'V
5. 66°38'N 025°45'V 6. 66°44'N 026°00'V
7. 66°44'N 026°18'V 8. 66°32'N 026°18'V
9. 66°31'N 026°30'V. Þaðan virtist ísinn liggja til VSV.
Ísröndin var að mestu samansett af íspönnum sem voru frosnar saman með ís í myndun. Víðast hvar var þéttleiki íspannanna 7-9/10.
Maðfram allri ísröndinni var ís í myndun (mjólkurís), misjafnlega langt út frá henni en þó allt að 15 sml. frá meginísnum.
Næst landi var ísinn: 42 sml. NV af Kögri.
Veður: NA 20-30 kt, þokubakkar, skyggni sæmilegt.
Borgarísjakar sem voru inn í meginísnum sáust á eftirtöldum stöðum:
1. 66°58'N 025°50'V 2. 66°52'N 026°05'V
3. 66°52'N 026°25'v.
24-11-2001 kl. 15:00 Landhelgisgæslan
Í eftirlitsflugi úti fyrir Vestfjörðum var komið að þunnum ís í myndun og var ísröndinni fylgt norður um eftirtalda staði:
1. 67°10'N 024°35'V 2. 66°57'N 024°50'V
3. 66°55'N 024°25'V 4. 67°00'N 024°10'V
5. 67°08'N 023°52'V 6. 67°10'N 023°42'V
7. 67°28'N 023°35'V þaðan virtist ísinn liggja til norðurs.
Ísröndin var að mestu samansett af íspönnum sem voru frosnar saman með ís í myndun. Víðast hvar var þéttleiki íspannanna 7-9/10 en þó gisnara inn á milli eða um 2-4/10. Meðfram allri ísröndinni var ís í myndun, misjafnlega langt út frá henni en þó allt að 5 sml. frá meginísnum.
Næst landi var ísinn 40 sml. NV af Straumnesi.
13-11-2001 kl 00:00. Skip
Þann 23. nóvember kl. 23:00 komum við að ísrönd á stað 67°30'N og 026°10'V. Liggur þaðan í S og SSA.
28-09-2001 kl. 13:35 Skip.
Tveir borgarísjakar, annar gríðarlega stór, líklega um 100 metra hár á 66°18,3'N 026°05,5'V á hægu reki til SV.
Hinn er á 66°19,2'N 026°15,1'V.
27-09-2001 kl. 17.00 Landhelgisgæslan.
Í gæsluflugi sáust borgarísjakar á eftirtöldum stöðum:
1. 66°13'N 026°20'V (2 jakar) 2. 66°37'N 026°17'V
3. 67°01'N 026°49'V 4. 66°25'N 025°35'V (2 jakar)
19-09-2001 kl. 14:19 Landhelgisgæslan
Í ísflugi sáust borgarísjakar á eftirtöldum stöðum:
1. 67°03'N 025°14'V 2. 66°04'N 028°49'V
3. 66°14'N 030°50'V. Þessa þrjá sáum við en einnig sáum við í ratsjá (vegna þoku er ekki hægt að fullyrða hvort það séu borgarísjakar en telst þó mjög líklegt) á eftirfarandi stöðum:
4. 67°13'N 024°53'V 5. 67°23'N 024°50'V
6. 67°24'N 025°24'V 7. 67°23'N 026°02'V
8. 67°24'N 026°19'V.
16-09-2001 kl. 18.50. Skip
Tveir stakir jakar á stað 66°39'N 022°13'V. Sjást illa eða nánast ekki í ratsjá.
16-09-2001 kl. 09:00 Litla-Ávík
Stór borgarísjaki með tveimur háum turnum 4 km austur af Selskeri og rekur til austurs.
16-09-2001 kl. 06:30 Skip
Stór borgarísjaki á 66°02'N 021°16'V sést vel í ratsjá. Lítill borgarísjaki á 66°07'N 021°16'V sést illa í ratsjá.
15-09-2001 18:08 Skip
Sjáum borgarísjka á stað 66°37'N 021°57'V er ca 14 sml. NA frá Horni, líklega hrafl í kringum hann. Ísjakinn sést í 12-14 sml. í ratsjá. Einnig sést hann vel við sjóndeildarhring, hann er það hár.
14-09-2001 kl. 11:30 Litla-Ávík
Lítill borgarísjaki sést ca 15-20 km NNA af veðurathugunarstöðinni u.þ.b. 66°09'N 021°16'V, rekur hratt til austurs. Ekkert hrafl sést kringum jakann.
13-09-2001 kl. 20:00 Skip
Stór borgarísjaki sást vel kl. 19:30 í ratsjá á stað 66°37,4'N 021°43'V og kl. 19:45 sást annar öllu minni í ratsjá á 66°33'N 021°53'V. Frá skipinu sem statt er á 66°29.5'N 021°56,2'V sást íshrafl.
12-09-2001 kl. 17:00. Skip
Borgarísjaki á stað 66°37'N 021°40'V, hefur farið 0,9 sml. í 280° síðustu 3 klst. Sést vel í ratsjá.
07-09-2001 kl. 06:40. Skip.
Ísjaki á stað 35 sml. NA af Horni u.þ.b. 66°52'N 021°26'V.
Sést vel í ratsjá.
06-09-2001 kl.19:20. Skip.
Ísjaki á 66°39'N 022°02'V. Sést ekki í ratsjá.
03-09-2001 kl. 20:39 Landhelgisgæslan
Fórum í flug á Dohrnbanka og Norðurdjúp í kvöld. Sáum einungis borgarísjaka á eftirtöldum stöðum:
1. 66°29'N 028°09'V 2. 66°45'N 026°58'V
3. 67°12'N 026°56'V 4. 67°06'N 026°07'V
5. 67°17'N 027°39'V 6. 67°05'N 025°28'V
7. 67°14'N 025°51'V 8. 67°27'N 025°33'V
9. 67°31'N 24°28'V (2 stk) 10. 67°08'N 024°45'V (2 stk)
11. 67°39'N 024°40'V (4 stk) 12. 67°48'N 025°12'V (5 stk)
29-08-2001 kl. 20:30 Skip
Stór borgarísjaki á stað 66°52,8'N 022°57,7'V
27-08-2001 Landhelgisgæslan
Í ísflugi um Vestfjarðamið sáust borgarísjakar á eftirfarandi stöðum:
66°23'N 024°58'V, 66°52'N 022°54'V 66°41'N 022°55'V
27-08-2001 kl.13:00 Skip
Mjög stór borgarísjaki á 66°18'N 024°51'V.
27-08-2001 kl. 9:30. Skip
Stór borgarísjaki er norður af Hornströndum, á stað 66°51'N 022°50'V
21-08-2001 kl. 16:10. Flugvél
Borgarísjaki 3 sml. A af stað 67°06'N 022°41'V
20-08-2001 kl. 19:53 Skip
Stór ísjaki á 66°14'N 024°50'V.
20-08-2001 Landhelgisgæslan
Enginn ís sást innan lögsögu Íslands ( á leið flugvélarinnar) í ískönnunarflugi í dag, fyrir utan einn borgarísjaka á stað 67°11'N 021°46'V, og talsvert af smájökum kringum hann.
18-08-2001 kl. 11:00 Skip
Stór borgarísjaki á 66°16'N 024°58'V.
17-08-2001 kl. 08:40 Skip
Stór borgarísjaki á 66°18'N 024°39'V eða 26 sml. NNV af Barða. Hann er um 60 m um sig og 15-20 m hár.
16-08-2001 kl. 08:50 Skip
Borgarísjaki, ca 20 m hár, 100 m á lengd og 50 m á breidd, á stað 66°19,42'N 024°31,13'V.
14-08-2001 Landhelgisgæslan
Komum að litlum borgarísjaka á stað 66°22,5'N 024°20,7'V, eða um 25 sml. VNV af Deild. Sést illa í ratsjá og getur verið hættulegur skipum.
14-08-2001 kl. 11:02 Skip
Borgarísjaki á stað 66°34'N 025°50'V. Hæð 65 m yfir sjávarmál, breidd 120 m þar sem hann er breiðastur.
10-08-2001 kl. 18:15 Skip
Stór borgarísjaki á stað 66°43'N 023°17'V eða 18 sml. NNV frá Straumnesi.
09-08-2001 Landhelgisgæslan
Fimmtudaginn 9. ágúst 2001 fór flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum.
Komið var að ísfláka á stað 66°46'N 025°15'V og lá hann til NA á stað 67°15'N 024°30'V.
Flákinn var um 10 sml. breiður og var um 4-6/10 að þéttleika.
Næst landi var ísflákinn um 50 sml. NV frá Straumnesi.
Einnig sáust borgarísjakar á eftirtöldum stöðum:
1. 66°10'N 027°19'V 2. 66°32'N 026°48'V
3. 66°49'N 026°21'V (2 jakar) 4. 66°57'N 026°00'V
5. 67°11'N 026°39'V 6. 67°17'N 026°26'V
7. 67°01'N 023°45'V (2 jakar)
24-07-2001 kl. 12:30 Skip.
Komum í morgun að borgarísjaka á stað 66°54'N 029°39'V.
13-07-2001 kl. 15:30 Landhelgisgæslan
Vorum að koma úr flugi af Vestfjarðamiðum. Ísbrúnin á svipuðum slóðum og í síðustu könnun.
Sáum borgarísjaka á eftirtöldum stöðum:
1. 67°05'N 023°49'V 2. 66°48'N 025°15'V (tveir jakar)
3. 66°08'N 026°20'V
13-07-2001 kl. 10:15 Bolafjall
Einn mjög stór borgarísjaki ca 30 sml. NV af Bolafjalli og fjórir minni ca 35 sml. vestur af fjallinu.
11-07-2001 Landhelgisgæslan
Miðvikudaginn 11. júlí 2001 fór flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum. Komið var að ísrönd á stað 66°15'N 029°55'V og henni fylgt til NA um eftirtalda staði:
1. 66°35'N 029°50'V 2. 66°32'N 028°35'V
3. 66°46'N 028°22'V 4. 66°32'N 027°54'V
5. 66°55'N 026°55'V 6. 67°05'N 027°12'V
7. 67°20'N 026°15'V 8. 67°06'N 025°35'V
9. 67°09'N 024°55'V 10. 67°25'N 025°05'V
11. 67°50'N 023°30'V 12. 68°20'N 022°00'V þaðan lá ísröndin til NA.
Þéttleiki ísbrúnarinnar var víðast hvar 4-6/10. Ekki sást niður á ísinn vestan við 28°35'V vegna lágþoku.
Næst landi var ísbrúnin um 60 sml. NV frá Straumnesi.
Einnig sáust borgarísjakar á eftirtöldum stöðum:
1. 66°58'N 025°46'V 2. 67°04'N 026°10'V
3. 67°10'N 025°55'V 4. 67°04'N 023°47'V
5. 67°13'N 025°17'V 6. 67°32'N 024°30'V
7. 67°22'N 024°41'V (2 jakar)
09-07-2001 Landhelgisgæslan
Mánudaginn 9. júlí 2001 fór flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum. Komið var að ísrönd á stað 65°55'N 030°40'V og var henni fylgt til NA um eftirtalda staði:
1. 66°15'N 029°45'V 2. 65°57'N 029°05'V
3. 66°25'N 029°30'V 4. 66°10'N 028°30'V
5. 66°18'N 027°40'V 6. 66°45'N 027°20'V
7. 66°37'N 026°35'V 8. 66°55'N 025°30'V
9. 67°10'N 025°15'V 10. 67°00'N 024°50'V
11. 67°17'N 024°00'V 12. 67°50'N 023°30'V þaðan lá ísröndin til NA.
Þéttleiki ísbrúnarinnar var 1-3/10 vestan við 26°30'V en 4-6/10 austan við þann stað. Ísinn var mun þéttari innan við brúnina.
Næst landi var ísbrúnin um 50 sml. NV frá Straumnesi.
Einnig sáust borgarísjakar á eftirtöldum stöðum:
1. 66°36'N 026°02'V 2. 66°52'N 026°30'V(tveir jakar)
3. 66°58'N 025°34'V 4. 66°58'N 025°06'V
5. 67°08'N 024°35'V 6. 67°26'N 024°40'V
7. 67°08'N 024°20'V(tveir jakar)
08-07-2001 kl. 00:50. Skip
Höfum fylgt hafísspöng milli eftirtalinna staða:
1. 67°32'N 023°54'V 2. 67°32'N 023°49'V
3. 67°33'N 023°48'V 4. 67°34'N 023°47'V
5. 67°34'N 023°45'V 6. 67°35'N 023°42'V
7. 67°36'N 023°38'V 8. 67°36'N 023°36'V
9. 67°38'N 023°29'V 10. 67°39'N 023°28'V
11. 67°40'N 023°22'V 12. 67°41'N 023°16'V
13. 67°43'N 023°11'V 14. 67°45'N 023°02'V
15. 67°47'N 022°58'V 16. 67°47'N 022°55'V
17. 67°48'N 022°51'V 18. 67°49'N 022°45'V
Borgarísjakar á stað: 67°46'N 023°24'V og 67°49'N 023°29'V.
Að sunnarverðu var þéttleiki 7-9/10 og að norðanverðu 4-6/10. Lágþoka var að mestu fyrir spönginni svo erfitt var að meta breidd hennar.
07-07-2001 kl. 19:57 Skip
Komum að stórum borgarísjaka á stað 67°05'N 023°48'N. Nokkrir smájakar í kringum hann. Sést vel í ratsjá.
06-07-2001 kl. 11:44 Landhelgisgæslan.
Íshrafl á stað 66°05'N 027°30'V að stað 66°10'N 027°07'V.
Ísrönd 4-6/10 að þéttleika á eftirtöldum stöðum:
66°54'N 027°36'V 66°47'N 025°29'V
66°47'N 025°11'V 66°49'N 025°05'V
66°55'N 025°03'V 67°00'N 024°41'V
67°10'N 024°18'V.
Stór borgarísjaki á 67°05'N 023°47'V.
04-07-2001 kl. 08:30 Skip
Stór borgarísjaki á 67°10'N 023°50'V
04-07-2001 kl. 01:05 Skip
Höfum í kvöld siglt með ísrönd 2-6/10 að þéttleika frá stað 73°32'N 08°53'N að 73°08'N 08°28'V.
29-06-2001 kl. 17:50 Skip
Komum að þéttum rekís og borgarís á stað 69°14'N 018°23'V og virðist röndin liggja í NA.
28-06-2001 kl. 16:00. Skip
Staddur á 65°56'N 027°03'V. Íshrafl sést í ratsjá 3 sml. norður af þessum stað.
Slæmt skyggni.
27-06-2001 kl. 14:54 Skip
Komum kl 12:00 að dreyfðu ísreki á 65°43'N 027°53'V. Slæmt skyggni og sést illa í ratsjá.
02-06-2001 kl.18:45 Skip
Báturinn var staddur 2 sml. frá Flatey í stefnu á Húsavík. Borgarísjaki 20-30 m hár á reki á siglingaleið inn og austur úr Grímsey. Sést í 30° ca 15 sml. fjarlægð frá bátnum. Sést vel í ratsjá. Hann hefur molnað mikið í dag.
02-06-2001 kl. 17:50 Mánárbakki
Borgarísjaki með þrem turnum á Grímseyjarsundi ca 25 km vestur undan Mánárbakka.
01-06-2001 kl.16:52. Flugvél Flugmálastjórnar
Mælingar voru gerðar úr 28.000 feta hæð og gæti því skakkað 2-4 sml.
1. 66°07'N 030°32'V 2. 66°32'N 027°23'V
3. 66°59'N 025°08'V 4. 67°44'N 024°12'V (mælt með ratsjá)
Þaðan virtist ísröndin liggja 70° misvísandi.
Í tveimur fyrri punktunum var þéttleiki 9/10 en hinum síðari 6/10.
01-06-2001 kl.15:48. Landhelgisgæslan TF-LÍF
Brot úr borgarís á stað 66°39'N 020°08'V. Jakinn um 25 metra hár. Annað minna brot um 2 sml. sunnar.
01-06-2001 kl.08:40. Skip.
Borgarísjaki um 1,5 sml. SA af Grímsey.
28-05-2001 kl. 16:59. Skip.
Borgarísjaki á 67°07'N 019°27'V. Sést vel í ratsjá.
28-05-2001 kl. 09:10. Skip.
Um 20 sml. NNA af Grímsey eða á 66°51'N 017°36'V er um 20 metra breiður ísjaki sem sést illa í ratsjá.
22-05-2001 kl. 21:00. Skip.
Komum að ísrönd að þéttleika 4-6/10 á stað 67°40'N 019°27'V og sigldum með henni að stað 67°48'N 018°36'V. Sést vel í ratsjá.
14-05-2001 Landhelgisgæslan
Mánudaginn 14. maí 2001 var flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflugi úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum. Komið var að ísrönd á stað 65°27'N og 029°40'V.
Ísnum var fylgt til vesturs um eftirtalda staði:
1. 65°27'N 029°40'V 2. 65°27'N 029°15'V
3. 65°50'N 029°05'V 4. 65°55'N 028°55'V
5. 66°22'N 029°00'V 6. 66°20'N 028°35'V
7. 66°31'N 028°00'V 8. 66°13'N 027°05'V
9. 66°36'N 025°25'V 10. 66°40'N 024°45'V
11. 66°50'N 023°53'V 12. 66°56'N 023°15'V
13. 66°58'N 023°00'V 14. 67°03'N 022°20'V
15. 66°56'N 021°45'V 16. 67°10'N 021°47'V
Fyrst í stað lá ísinn undir lágþoku og var hann skoðaður með ratsjá upp að 66°10'N eftir það sást ágætlega niður á ísinn og var hann frekar gisinn en þó með þéttum ísspöngum inn á milli. Vestan við 25°00'V var ísinn um 6-8/10 að þéttleika en austar var hann mun gisnari eða um 1-3/10 en þó eins og áður sagði með þéttum ísspöngum inn á milli. Töluverð ísdreif var sunnan ofangreindra punkta, austan við 25°00'V.
Næst landi var ísinn u.þ.b. 21 sml. N af Kögri.
Veður: NNA 25-30 hnútar. Lágþoka yfir ísnum að mestu leyti en brotnaði upp inn á milli norðan við 66°10'N.
10-05-2001 Landhelgisgæslan
Fimmtudaginn 10. maí 2001 var flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflugi úti fyrir Norðurlandi og Vestfjörðum. Komið var að ísrönd á stað 68°20'N og 018°15'V.
Ísröndinni var fylgt til vesturs og lá hún um eftirtalda staði:
1. 68°15'N 018°45'V 2. 68°23'N 019°00'V
3. 68°20'N 019°40'V 4. 68°00'N 020°00'V
5. 68°00'N 020°45'V 6. 68°10'N 021°20'V
7. 67°58'N 021°35'V 8. 67°58'N 022°30'V
9. 67°40'N 023°50'V 10. 67°25'N 024°10'V
11. 67°25'N 023°30'V 12. 67°18'N 022°50'V
13. 67°20'N 023°50'V 14. 67°05'N 024°10'V
15. 67°00'N 025°00'V 16. 66°55'N 024°45'V
17. 66°51'N 025°10'V 18. 67°00'N 025°40'V
19. 66°22'N 027°30'V 20. 66°28'N 028°00'V
21. 66°10'N 029°05'V
Úr punkti 21 lá ísröndin til NNV.
Ísröndin var að mestu 7-9/10 að þéttleika.
Næst landi var ísinn u.þ.b. 45 sml. N af Kögri.
Veður: SSV 10-15 hnútar. Skýjað og gott skyggni austan til en skyggni lélegt í súldarbökkum vestan við 25°30'V.
02-05-2001 Landhelgisgæslan
Miðvikudaginn 2. maí 2001 var flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflugi úti fyrir Vestfjörðum. Komið var að ísrönd á stað 66°25'N og 029°30'V.
Ísröndinni var fylgt og lá hún um eftirtalda staði:
1. 66°06'N 028°30'V 2. 66°15'N 027°50'V
3. 65°50'N 027°00'V 4. 66°15'N 026°45'V
5. 66°38'N 025°45'V 6. 66°55'N 026°15'V
7. 67°13'N 025°20'V 8. 66°57'N 024°40'V
9. 67°25'N 024°10'V 10. 67°30'N 022°35'V
11. 67°42'N 022°45'V 12. 67°40'N 021°10'V
13. 67°50'N 021°00'V 14. 67°55'N 020°00'V
15. 67°50'N 018°00'V.
Úr punktu 15 lá ísröndin til ANA.
Sunnan til var ísröndin að mestu 7-9/10 en austan við 025°30'V var þéttleikinn orðinn 10/10.
Næst landi var ísinn u.þ.b. 48 sml. NV af Kögri en um 42 sml. N af Kolbeinsey.
Veður: SV 10-15 hnútar syðst en N 20-30 hnútar nyrst. Skýjaflókar og þokubakkar en ágætis skyggni.
17-04-2001 Landhelgisgæslan
Þriðjudaginn 17. apríl 2001 var flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlitsflugi úti fyrir Vestfjörðum.
Ísröndinni var fylgt og lá hún um eftirtalda staði:
1. 66°48'N 024°25'V 2. 67°00'N 025°00'V
3. 67°00'N 025°40'V 4. 66°56'N 026°20'V
5. 66°26'N 026°30'V 6. 66°25'N 026°53'V
7. 66°32'N 027°03'V 8. 66°23'N 027°21'V
9. 66°27'N 027°32'V 10. 66°35'N 027°19'V
11. 66°30'N 027°50'V 12. 66°28'N 028°16'V
13. 66°20'N 028°40'V 14. 65°47'N 029°22'V
15. 65°42'N 029°10'V 16. 65°50'N 029°40'V
17. 66°02'N 030°10'V 18. 66°02'N 030°46'V
19. 65°50'N 030°45'V 20. 65°51'N 031°25'V
Þéttleikinn á ísröndinni var víðast hvar um 7-9/10 en þó um 4-6/10 á stöku stað.
Vegna lágþoku var eingöngu hægt að kanna ísröndina með ratsjá allra nyrst og sunnan 66°10'N.
Næst landi var ísinn samkvæmt ratsjárkönnun 38 sml. NV af Straumnesi.
Veður: Hægviðri að mestu léttskýjað og skyggni ágætt en lágþokubakkar nyrst og syðst.
11-04-2001 Landhelgisgæslan
Miðvikudaginn 11. apríl 2001 fór flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Norðurlandi.
Komið var að ísrönd á stað 67°50'N 022°05'V og henni fylgt til A og NA um eftirtalda staði:
1. 67°50'N 019°30'V 2. 68°03'N 018°20'V
3. 68°01'N 018°00'V 4. 68°35'N 015°30'V
5. 68°26'N 015°00'V 6. 68°36'N 015°00'V
7. 69°12'N 013°00'V 8. 69°46'N 012°35'V
Þaðan lá ísröndin til norðurs.
Þéttleiki ísrandarinnar var víðast 7-9/10.
Næst landi var ísbrúnin um 45 sml. NNV frá Kolbeinsey.
Veður: Hægviðri, léttskýjað og gott skyggni.
10-04-2001 Landhelgisgæslan
Þriðjudaginn 10. apríl 2001 fór flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum.
Komið var að ísrönd á stað 65°20'N 029°45'V og henni fylgt til NA og A um eftirtalda staði:
1. 65°30'N 029°20'V 2. 65°35'N 029°45V
3. 65°40'N 028°30'V 4. 65°57'N 028°50'V
5. 66°33'N 027°30'V 6. 66°30'N 027°00'V
7. 67°40'N 023°00'V 8. 67°40'N 020°00'V
þaðan lá ísröndin til austnorðausturs.
Þéttleiki ísrandarinnar var víðast 4-6/10 sunnan 66°N, en 7-9/10 og 10/10 norðan 66°N.
Næst landi var ísbrúnin um 60 sml. NV frá Straumnesi.
Veður: Brl. 10-20 hnútar, skýjað og skyggni takmarkað sunnan til en bjart norðan til.
23-03-2001 Landhelgisgæslan
Föstudaginn 23. mars 2001 fór flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum.
Komið var að ísrönd á stað 67°04'N og 025°50'V og henni fylgt til SV um eftirtalda staði:
1. 66°47'N 026°05'V 2. 66°00'N 028°05'V
3. 65°50'N 027°45'V 4. 66°00'N 028°45'V
5. 65°45'N 029°10'V 6. 65°37'N 029°05'V
Þaðan lá ísröndin til NV.
Þéttleiki ísrandarinnar var víðast hvar 4-6/10 en 7-9/10 innar.
Næst landi var ísbrúnin um 68 sml. NV frá Barða.
Veður til ískönnunar: Hægviðri, 6/8 ský og bjart.
14-03-2001 Landhelgisgæslan
Miðvikudaginn 14. mars 2001 fór flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum.
Komið var að ísrönd á stað 66°05'N og 029°40'V og henni fylgt til NA um eftirtalda staði:
1. 66°35'N 028°35'V 2. 66°44'N 027°00'V
3. 67°00'N 026°00'V 4. 67°10'N 025°00'V
5. 67°21'N 024°15'V
Þaðan lá ísröndin til norðurs.
Þéttleiki íssins var víðast hvar 7-9/10.
Næst landi var ísbrúnin 60 sml. NV frá Straumnesi.
Veður til ískönnunar: Hægviðri, 6/8 ský og bjart.
23-02-2001 Landhelgisgæslan
Föstudaginn 23. febrúar 2001 var flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflugi úti fyrir Vestfjörðum.
Komið var að ísrönd á stað 66°19'N 030°45'V og var henni fylgt um eftirtalda staði:
1. 66°05'N 029°30'V 2. 66°38'N 029°00'V
3. 66°40'N 026°00'V 4. 67°08'N 025°00'V
5. 67°49'N 022°45'V
Við ísbrúnina var þéttleikinn 4-6/10 en innar var hann víða 7-9/10. Utan við ísbrúnina voru víða flákar af nýmynduðum ís.
Næst landi var ísinn 55 sml. NV af Deild.
24-01-2001 Landhelgisgæslan
Miðvikudaginn 24. janúar 2001 var flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflugi úti fyrir Vestfjörðum.
Komið var að ísrönd á stað 66°37'N 026°12'V og var henni fylgt um eftirtalda staði:
1. 66°35'N 026°45'V 2. 66°38'N 026°50'V
3. 66°20'N 027°00'V.
Ísinn var 7-9/10 að þéttleika.
Næst landi var ísinn 65 sml. NV af Barða.
Vegna veðurs var ekki hægt að kanna ísinn norðar og vestar.
22-01-2001 Landhelgisgæslan
Mánudaginn 22. janúar 2001 var flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflugi úti fyrir Vestfjörðum.
Komið var að ístungu á 67°05'N 023°40'V sem lá að 67°02'N 024°00'V og þaðan í norður en ísbrúninni var fylgt um eftirtalda staði:
1. 67°05'N 023°40'V 2. 66°58'N 024°13'V
3. 66°50'N 024°35'V 4. 66°28'N 025°40'V
5. 66°40'N 026°20'V þaðan lá ísbrúnin í NNV.
Ísinn var 10/10 að þéttleika.
Næst landi var ísinn 40 sml. NV af Straumnesi.
18-01-2001 Landhelgisgæslan
Fimmtudaginn 18. janúar 2001 var flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflugi úti fyrir Vestfjörðum.
Komið var að ísröndinni á 66°30'N 026°30'V og var ísbrúninni fylgt um eftirtalda staði:
2. 66°40'N 025°55'V 3. 66°48'N 026°40'V
4. 67°15'N 026°00'V 5. 67°15'N 025°30'V
6. 66°45'N 025°15'V 7. 67°25'N 023°00'V
Þaðan lá ísbrúnin í norður. Ísinn var allur 7-9/10 að þéttleika, auk þess sem nýmyndun var við ísbrúnina og inn á flóanum sem var í ísnum. Næst landi var ísinn 44 sml. NV af Straumnesi.
02-01-2001 Landhelgisgæslan
Þriðjudaginn 2. janúar 2001 fór flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum. Komið var að ísrönd á stað 66°38'N - 024°40'V og henni fylgt til SV um eftirtalda staði:
1. 66°39'N 025°00'V 2. 66°36'N 025°15'V
3. 66°27'N 025°25'V 4. 66°25'N 025°40'V
5. 66°26'N 025°45'V 6. 66°15'N 026°30'V
7. 66°22'N 026°55'V 8. 66°21'N 027°10'V
9. 66°10'N 027°20'V 10. 66°07'N 027°18'V
11. 66°02'N 027°35'V 12. 66°02'N 027°40'V
13. 65°57'N 027°50'V 14. 65°58'N 028°22'V
15. 66°00'N 028°38'V 16. 65°54'N 029°00'V
Milli 66°38'N - 024°40'V og að 66°26'N 025°45'V var þéttleiki ísbrúnarinnar um 1-3/10 og var sjórinn þar að frjósa, en þaðan og að 66°10'N 027°20'V var aðeins um ratsjárkönnun að ræða vegna snjókomu. Frá 66°10'N - 027°20'V og að 65°58'N 028°22'V var þéttleikinn um 4-6/10 en 1-3/10 vestar og stórir krapaflákar. Vegna slæms skyggnis var ekki hægt að útiloka að ísdreifar og krap sé eitthvað út frá meginbrúninni.
Næst landi var ísbrúnin 40 sml. NV frá Deild, 49 sml. NV af Kópanesi og 60 sml. NV af Blakksnesi