Í þessari grein má skoða kort sem sýna ísútbreiðslu hér við land eftir mánuðum á árunum 1877 til 1968. Þau eru fengin úr riti eftir Lauge Koch (1945) og úr ritgerð Hlyns Sigtryggssonar í Hafísnum (1969).
Lesa meiraVeðurstofan gaf út tímaritið Hafís við strendur Íslands frá 1971 til 2003 en það veitti reglubundið yfirlit um ástand hafíss ásamt ágripi á ensku. Að útgáfunni stóðu veðurfræðingarnir Eiríkur Sigurðsson og Þór Jakobsson.
Upplýsingarnar voru fólgnar í hafískortum Landhelgisgæslu Íslands og yfirliti um hvern mánuð. Við samningu mánaðaryfirlitanna var stuðst við ísflug Landhelgisgæslu og tilkynningar frá skipum og strandstöðvum. Síðasta tímabilið, sem ritröðin fjallaði um, var lýsing á hafís frá október 1993 til september 1996.
Lesa meiraSú breyting varð nýlega að hafístilkynningar berast sjálfvirkt og að sólarhringsvakt Veðurstofunnar birtir þær jafnóðum á vefnum. Einnig eru birt kort af aðstæðum eins og þurfa þykir.
Fundur var haldinn í CRAICC verkefninu að Hótel Rangá í október 2011. Verkefnið lýtur að samspili íss og andrúmslofts á norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga.
Lesa meiraVeðurstofan hefur frá upphafi fylgst með hafís við strendur Íslands. Athugunarmenn á veðurathugunarstöðvum við ströndina sendu upplýsingar um hafís og einnig bárust hafísfregnir af og til frá skipum og flugvélum á leið milli Íslands og Grænlands. Veðurtunglamyndir fóru að berast til Veðurstofunnar árið 1967 og gögn frá gervihnöttum hafa í auknum mæli verið notuð til vöktunar á hafís, einkum síðustu árin.
Lesa meiraÞróun hafísbreiðunnar á norðurhveli næstu vikurnar verður áhugaverð. Hlutfall þykks, margra ára gamals íss hefur farið minnkandi en það gerir hafísbreiðuna viðkvæmari fyrir hitasveiflum. Nú stefnir í að útbreiðsla hafíss síðsumars 2010 nálgist lágmarkið frá sumrinu 2007.
Lesa meiraÓvenjulítill hafís er nú á norðurslóðum (í ágúst 2007) og hefur aldrei verið jafnlítill á þessum árstíma síðan samfelldar gervihnattamælingar hófust árið 1979.
Lesa meiraHafís við strendur Íslands er að langmestu leyti kominn langt að. Hann berst hingað vestan úr Grænlandssundi.
Lesa meira