Veðurfarskort

Úrkomu- og hitakort fyrir Ísland

Á Veðurstofu Íslands hafa verið unnin kort af hita og úrkomu á Íslandi. Hitakortin voru unnin í tengslum við norræna Nordklim verkefnið og nálgast má kort af meðalhita, meðaltali hámarkshita og meðaltali lágmarkshita. Byggt er á gögnum frá árunum 1961 til 1990. Einnig má skoða kort af meðalhitafráviki hvers einstaks mánaðar á frá 1961 til 2005. Fleiri hitatengd gögn eru sýnd, s.s. kort af gráðudögum og tímasetningu hlýjasta dagsins innan ársins. Nánar er fjallað um tilurð kortanna í fróðleiksgrein.

Úrkomukortin sýna meðalúrkomu á tveimur tímabilum, 1961 - 1990 og 1970 - 2000. Sýnd eru kort af meðalúrkomu mánaða ársins fyrir hvort tímabil auk ársúrkomunnar.

Öll gögn og skýrslur tengdar hitakortum og/eða úrkomukortum má finna á vef Veðurstofunnar.


Ekkert veður
Úr Vík í Mýrdal 13. júlí 2007. Skuggar eru skammir enda myndin tekin á hádegi. Listaverkið er eftir Steinunni Þórarinsdóttur og í baksýn sjást Reynisdrangar en þeir heita Karl, Kerling og Skip. Ljósmynd: Sigvaldi Árnason.


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica