Greinar
glitský
Glitský yfir Akureyri 27. desember 2011.
1 2 3 4
næsta

Fleiri glitský í desember 2011

Veðurstofa Íslands 12.12.2011

Á Akureyri sáust mjög falleg glitský á suðausturhimni að morgni 27. desember 2011. Klukkan var 10:25 og því nærri sólarupprás.

Ljósmyndir bárust úr flugturninum á Egilsstöðum af glitskýjum sem sáust þegar sól var mjög lágt á lofti þann 9. desember 2011 eða skömmu fyrir sólarlag.

Hringt var af Borgarfirði eystra og sagt frá skýjum með óvenjulegum litbrigðum og var þar líklega um glitský að ræða. Einnig barst mynd tekin í flugi.

Glitský sjást aldrei á nóttunni, heldur í ljósaskiptunum. Þau sjást best í tvær og hálfa klukkustund í kringum sólarupprás og sólarlag en á þessum árstíma er það aldrei seinna en um kl. sex að kvöldi.

Við veðrahvörfin er ekki nógu kalt til þess að glitský myndist. Nægilega kalt er hins vegar uppi í 24 km hæð, þar sem ósoneyðingin er, og óvenjuleg þynning ósonlagsins yfir Grænlandi um þessar mundir er talin auka líkur á glitskýjum.

Háloftaathugun Veðurstofunnar sýndi að frostið í heiðhvolfinu var um -70°C á miðnætti 9. desember 2011 og þá má búast við glitskýjum.

Tvær næstu myndir sýna glitský yfir Egilsstöðum í ljósaskiptunum 9. desember 2011. Sól er að setjast á þriðja tímanum eftir hádegi. Myndirnar voru teknar úr flugturninum af Benedikt:

ský með litbrigðum

ský með litbrigðum

Aðrar ljósmyndir af glitskýjum má skoða í eldri frétt hér á vefnum. Fróðleik um glitský er að finna í pistlunum Hvað eru glitský?, Árstíðasveifla glitskýja og Glitský á 17. öld.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica