Greinar

frumstætt veðurkort
skjalasafn Veðurstofu Íslands © Veðurstofa Íslands
Veðurstofa Íslands var stofnuð 1. janúar 1920, þá sem deild í Löggildingarstofunni. Þennan dag tók stofnunin við öllum opinberum veðurathugunarstöðvum sem Danska veðurstofan hafði rekið fram til þess tíma. Þar á meðal voru nokkrar stöðvar sem sendu veðurskeyti til Veðurstofunnar og til útlanda. Veðurathuganir eru ritaðar á kortið á svipaðan hátt og enn er gert og má sjá vindátt, vindhraða, hita, loftþrýsting skýjahulu og/eða veður. Hér er hvasst af norðri um landið austanvert og mikið frost. Jafnþrýstilínur eru heildregnar og merktar í mm kvikasilfurs. Sjá má þrýsting á stöðvunum með því að lesa tölu hægra megin við staðsetningu - fyrstu tölu (7) er sleppt við ritun.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica