Gjaldskrá

Gjaldskrá

einungis birt sem tengill af veðurvottorðasíðu

Gjaldskrá nr. 376/2008

1. gr.

Veðurstofa Íslands skal taka gjöld skv. gjaldskrá þessari og skulu þau standa undir kostnaði stofnunarinnar við þar tilgreinda þjónustu.

2. gr.
Útseld vinna.

Gjald fyrir útselda vinnu vegna afhendingar gagna sem búin eru til eða er aflað við rekstur grunnkerfa og grunnþjónustu Veðurstofu Íslands er breytilegt.

3. gr.
Vottorð um veður

Fyrir veðurvottorð er greitt grunngjald. Vinna við samantekt vottorðs umfram 0,5 klst greiðist skv. taxta um útselda vinnu. Grunngjald veðurvottorða ............................................. kr. 10.500

4. gr.

Annar gjaldmiðill

Sé þjónusta seld í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum skal miða við gengi hvers tíma.

5. gr.

Gildistaka

Gjaldskrá þessi, sem sett er skv. heimild í 4. gr. laga nr. 30/1985 um Veðurstofu Íslands og 12. gr. laga nr. 142/2004 um veðurþjónustu, öðlast gildi 1. maí 2008.


Byggt á skjölum frá umhverfisráðuneytinu 1. apríl 2008, 21. apríl 2008 og 27. maí 2008.

Grunngjald veðurvottorða uppfært 2013.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica