Veðurstofa Íslands 90 ára

sól veður í skýjum - dimmt yfir landi og hafi
© Veðurstofa Íslands

Nýjar fréttir

Alþjóðlegur dagur vatnsins

Í dag, 22. mars, er alþjóðlegur dagur vatnins, en Sameinuðu þjóðirnar halda upp á dag vatnsins árlega. Þema dagsins í ár er „Accelerate change“ sem má þýða „Stuðlum að straumhvörfum“ í ljósi þess að alþjóðasamfélagið á enn langt í land með að ná heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 6 sem er að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu fyrir alla jarðarbúa fyrir árið 2030. Því markmiði verður ekki náð á núverandi hraða breytinga.

Eitt af verkefnum Veðurstofu Íslands er að fjalla um verndun og rannsóknir á vatnsauðlindinni, eðli hennar og skilyrðum til nýtingar. Þetta er gert með samstarfsverkefnum á sviði vatnafræða á innlendum og erlendum vettvangi. Hér á landi telja margir að nóg sé til af hreinu vatni á Íslandi og að hvorki þurfi að fara sparlega né varlega með vatn. Hins vegar eykst álag á vatn hér á landi ár frá ári.

Lesa meira

Enn tækifæri til þess að bregðast við hlýnun jarðar og skapa byggilega framtíð fyrir alla

Í dag gaf Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) út samantektarskýrslu um loftslagsbreytingar, Climate Change 2023: Synthesis Report (SYR). Skýrslan markar endalok sjötta matshrings (AR6) nefndarinnar og byggir á ályktunum allra vinnuhópa sem að honum hafa komið. Í skýrslunni eru niðurstöður fyrri skýrsla matshringsins samþættar og ljósi varpað á stöðu þekkingar á loftslagsbreytingum, áhrifum þeirra og afleiðingum.   

Lesa meira

Jarðskjáltavirkni í Öskju nokkuð jöfn frá áramótum

Mánaðarlegur langtímaeftirlitsfundur vegna jarðvár var haldinn í vikunni. Fundinn sitja jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands og rýna gögn síðasta mánaðar til að meta þróun í virkni eldstöðva, ásamt því að yfirfara vöktunarstig stofnunarinnar fyrir eldfjöll. Á fundinum var athyglinni sérstaklega beint að Öskju og Kötlu.

Lesa meira

Málstofa um Að­lögun að lofts­lags­breytingum: Hvað getum við gert og þurfum að gera?

Stjórn samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga býður til samtals fimmtudaginn 16. mars á milli klukkan 9-12.


Um er að ræða þverfaglega málstofu sem hefur það að markmiði að öðlast yfirsýn yfir stöðu þekkingar á sviði loftslagsbreytinga og aðlögunar en ekki síður að styrkja tengslanet á milli aðila sem starfa á þessu sviði. Á þessum fyrsta viðburði verður samráðsvettvangurinn kynntur og viðfangsefnið kynnt frá ýmsum sjónarhornum, enda áskorunin af því tagi að samráð og samvinna við rannsóknir og miðlun skiptir höfuðmáli.

Lesa meira

Tíðarfar í febrúar 2023

Febrúar var hlýr um allt land. Mánuðurinn var umhleypingasamur, sérstaklega fyrri hluti mánaðar. Hann var einnig úrkomusamur á vestanverðu landinu en þurrari á Norðaustur- og Austurlandi. Það endurspeglast í sólskinsstundafjölda, en febrúar var t.a.m. sólríkur á Akureyri en fremur sólarsnauður í Reykjavík. Töluverðir vatnavextir voru í ám í kjölfar leysinga um miðjan mánuðinn. Ástandið var verst á vestanverðu landinu. Þar flæddu ár víða yfir bakka sína og skildu sums staðar eftir sig stærðar klaka eftir að hafa rutt sig. Víða urðu talsverðar skemmdir á túnum og vegum.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica