Í dag, 22. mars, er alþjóðlegur dagur vatnins, en Sameinuðu þjóðirnar halda upp á dag vatnsins árlega. Þema dagsins í ár er „Accelerate change“ sem má þýða „Stuðlum að straumhvörfum“ í ljósi þess að alþjóðasamfélagið á enn langt í land með að ná heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna nr. 6 sem er að tryggja hreint vatn og hreinlætisaðstöðu fyrir alla jarðarbúa fyrir árið 2030. Því markmiði verður ekki náð á núverandi hraða breytinga.
Eitt af verkefnum Veðurstofu Íslands er að fjalla um verndun og rannsóknir á vatnsauðlindinni, eðli hennar og skilyrðum til nýtingar. Þetta er gert með samstarfsverkefnum á sviði vatnafræða á innlendum og erlendum vettvangi. Hér á landi telja margir að nóg sé til af hreinu vatni á Íslandi og að hvorki þurfi að fara sparlega né varlega með vatn. Hins vegar eykst álag á vatn hér á landi ár frá ári.
Lesa meiraÍ dag gaf Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna (IPCC) út samantektarskýrslu um loftslagsbreytingar, Climate Change 2023: Synthesis Report (SYR). Skýrslan markar endalok sjötta matshrings (AR6) nefndarinnar og byggir á ályktunum allra vinnuhópa sem að honum hafa komið. Í skýrslunni eru niðurstöður fyrri skýrsla matshringsins samþættar og ljósi varpað á stöðu þekkingar á loftslagsbreytingum, áhrifum þeirra og afleiðingum.
Lesa meiraMánaðarlegur langtímaeftirlitsfundur vegna jarðvár var haldinn í vikunni. Fundinn sitja jarðvísindamenn Veðurstofu Íslands og rýna gögn síðasta mánaðar til að meta þróun í virkni eldstöðva, ásamt því að yfirfara vöktunarstig stofnunarinnar fyrir eldfjöll. Á fundinum var athyglinni sérstaklega beint að Öskju og Kötlu.
Lesa meiraStjórn
samráðsvettvangs um þekkingarsköpun vegna áhrifa loftslagsbreytinga býður til
samtals fimmtudaginn 16. mars á milli klukkan 9-12.
Um er að ræða þverfaglega málstofu sem hefur það að markmiði
að öðlast yfirsýn yfir stöðu þekkingar á sviði loftslagsbreytinga og aðlögunar
en ekki síður að styrkja tengslanet á milli aðila sem starfa á þessu sviði. Á þessum fyrsta viðburði verður samráðsvettvangurinn kynntur
og viðfangsefnið kynnt frá ýmsum sjónarhornum, enda áskorunin af því tagi að
samráð og samvinna við rannsóknir og miðlun skiptir höfuðmáli.
Febrúar var hlýr um allt land. Mánuðurinn var umhleypingasamur, sérstaklega fyrri hluti mánaðar. Hann var einnig úrkomusamur á vestanverðu landinu en þurrari á Norðaustur- og Austurlandi. Það endurspeglast í sólskinsstundafjölda, en febrúar var t.a.m. sólríkur á Akureyri en fremur sólarsnauður í Reykjavík. Töluverðir vatnavextir voru í ám í kjölfar leysinga um miðjan mánuðinn. Ástandið var verst á vestanverðu landinu. Þar flæddu ár víða yfir bakka sína og skildu sums staðar eftir sig stærðar klaka eftir að hafa rutt sig. Víða urðu talsverðar skemmdir á túnum og vegum.
Lesa meira