Nýjar fréttir

Eldgosið við Sundhnúksgíga heldur áfram

Uppfært 23. apríl kl. 14:50

Áfram gýs úr einum gíg skammt austan við Sundhnúk, eins og hefur gert frá 5. apríl. Líkt og áður rennur hraun stutta vegalengd í opinni hraunelfur til suðurs frá gígnum en lengra í lokuðum rásum. Sá hluti hraunbreiðunnar sem liggur meðfram varnargörðum austan Grindavíkur hefur þykknað undanfarna daga eins og meðfylgjandi hreyfimyndir sýna. Myndirnar sýna muninn hraunbreiðunni á milli 18. og 23. Apríl. Efri myndirnar eru úr vefmyndavél Almannavarna sem staðsett er á varnargarði austan Grindavíkur og horfir á hrauntunguna sem rann í átt að Suðurstrandarvegi í upphafi eldgossins. Neðri myndirnar eru einnig úr vefmyndavél Almannavarna sem staðsett er uppi á Hagafelli og horfir til suðurs.


Lesa meira

Árið 2023 var ár andstæðna í Evrópu

Evrópa er ekki undanskilin þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga. Hlýnun mælist hröðust í Evrópu, en hiti álfunnar hækkar tvöfalt á við hnattræna hlýnun. Árið 2023 mældist hiti í Evrópu 1,0 °C hærri en meðalhiti viðmiðunartímabilsins 1991-2020 og 2,6 °C hærri en fyrir iðnbyltingu. Ársmeðalhiti var yfir meðallagi í nær allri álfunni árið 2023, ef frá eru talin Skandinavía, Ísland og suðausturhluti Grænlands.

Lesa meira

Mánuður liðinn frá upphafi fjórða eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni

Í dag er liðinn einn mánuður frá upphafi eldgossins sem nú er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni. Eldgosið, sem hófst að kvöldi 16. mars, er það fjórða frá því að kvikusöfnun hófst undir Svartsengi í lok október 2023. Eldgosið nú hefur staðið lengst allra eldgosanna á Sundhnúksgígaröðinni í þessari hrinu eldgosa og næstlengst þeirra gosa sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðan 2021. Einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra, en það stóð yfir í um 6 mánuði.

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2024

Mars var sólríkur, þurr og tiltölulega hlýr á suðvestanverðu landinu. Það var kaldara og úrkomusamara á norðanverðu landinu. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi stóran hluta mánaðarins. Töluverð snjóþyngsli voru á norðan- og austanverðu landinu í lok mánaðar, auk hvassviðris sem ollu þónokkrum samgöngutruflunum. Nokkur fjöldi snjóflóða féll í þessum landshlutum.
Lesa meira

Skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju í gær

Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá kl. 8 um morguninn til hádegis. Stærsti skjálftinn mældist 3,5 að stærð og varð á um 5 km dýpi. Einnig mældust þrír skjálftar frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni. Jarðskjálftavirkni hefur lítið breyst á milli mánaða og verið nokkuð stöðug undanfarið þar til í gær. Síðast mældust skjálftar yfir 3 að stærð í janúar 2022 og október 2021.   

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica