Nýjar fréttir

Komin inn í tímabil þar sem auknar líkur eru á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Frá og með 27. september eru auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan hefur því hækkað viðvörunarstig á svæðinu. Tímabilið þar sem auknar líkur eru á  gosi getur varað hátt í þrjá mánuði. Lesa meira

Hugsum okkur ekki aðeins tvisvar um heldur tíu sinnum – Oddur Sigurðsson heiðraður á degi íslenskrar náttúru

Á Umhverfisþingi í gær hlaut Oddur Sigurðsson jarð- og jöklafræðingur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Oddur hefur í meira en hálfa öld helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu um íslenska jökla, safnað 55.000 ljósmyndum sem varðveittar eru hjá Veðurstofunni og vakið heimsathygli með skjalfestingu á hvarfi Okjökuls. Í ávarpi hans kom meðal annars fram: „Kunnum við að varðveita okkar einstaka land eða verður það innan skamms fyrst og fremst orðið með svipmóti framkvæmdagleði mannsins? Mjög sækir í það horf.“ 
Orð hans eiga sérstaklega vel við í dag, á degi íslenskrar náttúru.

Lesa meira

MEDiate verkefnið á lokametrunum – alþjóðlegt samstarf um áhættustjórnun náttúruvár

Evrópska rannsóknarverkefnið MEDiate er komið á lokametrana eftir þriggja ára samstarf 18 aðila frá sjö Evrópulöndum. Verkefnið miðar að því að þróa nýjar aðferðir til áhættustjórnunar vegna náttúruvár og var nýlega haldin vinnustofa á Veðurstofu Íslands með fulltrúum frá íslenskum og breskum þróunarhópum.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2025

Ágúst var hlýr, þá sérstaklega síðari hluti mánaðarins. Að tiltölu var hlýjast inn til landsins á Norðaustur- og Austurlandi. Hæsti hiti mánaðarins mældist 29,8 stig á Egilsstaðaflugvelli þ. 16. og er það hæsti hiti sem mælst hefur á landinu í ágúst. Talsvert hvassviðri var á sunnan- og vestanverðu landinu um verslunarmannahelgina.

Lesa meira

Minnkandi skriðuhætta og skúrir

Úrkoma hefur minnkað á Austfjörðum eftir tvo úrkomusama daga og engar fregnir hafa borist af skriðuföllum. Sjatnað hefur í lækjum og ám og spáð er skúrum næstu daga en ekki samfelldri úrkomu. Með minnkandi vatni í jarðvegi dregur úr skriðuhættu, þótt líkur á skriðuföllum fylgi áfram úrkomu víða um land.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica