Í júlí 2012 var settur upp gasmælir á tindi Heklu sem nemur CO2, H2S, SO2 og H2 ásamt hitastigi, þrýstingi og raka. Þetta er í fyrsta skipti sem gasútstreymi er mælt með síritandi hætti á íslenskri eldstöð. Í haust komu upp vandkvæði vegna ísingar á vindrafstöðinni en verið er að finna lausnir á þessu. Gasstreymi frá eldstöðvum getur gefið vísbendingar um innri byggingu kvikukerfa og samspil þeirra við jarðhitakerfi. Breyting á gaslosun er oft merki um yfirvofandi breytingu í eldstöðinni, jafnvel upphaf goss.
Lesa meira17.8.2011. Árið 1992 var hámarksstyrkur koltvísýrings í andrúmslofti á Íslandi skv. mælingum á Stórhöfða rúmlega 362 ppm en styrkurinn fór yfir 400 ppm nú í vor. Líklegt er að styrkurinn hafi ekki verið svona hár í hundruð þúsunda ára.
Óvenjumikil ósonþynning átti sér stað í heiðhvolfinu yfir norðurheimskautinu veturinn 2010-2011. Þynningin virtist tengjast gróðurhúsaáhrifunum og breytingum á veðurfari. Innan svæðisins þar sem ósonið hafði þynnst hvað mest, var ósonlagið þó ekki þynnra en gengur og gerist víðast hvar um miðbik jarðar.
Lesa meiraVaktað hefur verið síðan árið 1995 hvaða þrávirku lífrænu efni mælast í úrkomu og lofti á Stórhöfða en þau eru fyrst og fremst álitin berast með lofthjúpnum að Íslandsströndum erlendis frá. Úrkomusýnum til þungmálmagreininga hefur einnig verið safnað á Stórhöfða í Vestmannaeyjum síðan 2001.
Lesa meira