Bókasafn

© Veðurstofa Íslands
Guðrún Pálsdóttir bókasafnsfræðingur og Þór Jakobsson veðurfræðingur við vígslu bókasafns Veðurstofunnar hinn 22. mars 2012. Myndin er tekin í Undirheimum þar sem margvíslegt efni safnsins er varðveitt.

Nýjar fréttir

Rannsóknir benda til þess að notkun gervigreindar geti aukið nákvæmni í veðurspám

Þegar veðurfræðingar gera spár byggja þeir á reikniniðurstöðum veðurfræðilíkana og nýjustu veðurathugana, hvort sem þær koma frá fjarkönnun (veðurtunglum, veðursjám o.s.frv.) eða mælingum veðurstöðva. Nútíma veðurspálíkön nýta öll þau  eðlisfræðilögmál sem ráða hreyfingum og orkuskiptum andrúmsloftsins. Þau eru sett fram sem stærðfræðijöfnur á tölvutæku formi í flóknu forriti sem er yfirleitt kallað veðurspálíkan. Veðurfræðilíkön þróuðust á síðari hluta 20. aldar og fleygði fram samfara því sem tölvur urðu öflugri. Á síðustu árum hefur verið mikil þróun í að nota gervigreind til að bæta úrvinnslu veðurgagna, m.a. til þess að bæta veðurspár úr veðurspálíkönum. Nýjustu rannsóknir benda til þess að nú sé þeim áfanga náð að með aðstoð gervigreindar verði spár nákvæmari en með hefðbundnum aðferðum.

Lesa meira

Skjálftahrina í Kötluöskju

Uppfært kl. 11:40

Mælingar benda til þess að virknin í Kötluöskju teljist nú til eðlilegrar bakgrunnsvirkni eldstöðvarinnar. Fluglitakóðinn fyrir Kötlu hefur verið færður aftur niður á grænan. Óvissustig Almannavarna er áfram í gildi og náið verður fylgst með þróun mála í Mýrdalsjökli.

Lesa meira

Tíðarfar í apríl 2023

Tíðarfar var hagstætt í apríl. Mánuðurinn var hægviðrasamur og hlýr á landinu öllu. Það kólnaði þó talsvert síðustu vikuna.

Lesa meira

Gott skipulag byggðar og landnotkun mikilvægasta forvörnin til að draga úr slysum og tjóni vegna náttúruhamfara

Áfram er unnið að því að skrá snjóflóð og krapaflóð sem féllu í hrinunni á Austfjörðum í lok mars og vinna úr ýmsum gögnum. Sérstök áhersla er lögð á að greina þær aðstæður sem sköpuðust á stuttum tíma í upphafi hrinunnar þegar snjóflóð féllu niður í byggð í Neskaupstað. Tilgangurinn er að draga lærdóm af flóðunum m.a. til þess að auka líkurnar á því að snjóflóðavakt geti greint slíkar aðstæður tímanlega. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi með íbúum Fjarðabyggðar sem haldinn var á dögunum.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica