Bókasafn

© Veðurstofa Íslands
Guðrún Pálsdóttir bókasafnsfræðingur og Þór Jakobsson veðurfræðingur við vígslu bókasafns Veðurstofunnar hinn 22. mars 2012. Myndin er tekin í Undirheimum þar sem margvíslegt efni safnsins er varðveitt.

Nýjar fréttir

Verkefni til að bæta vatnsgæði á Íslandi hlýtur stóran styrk

Veðurstofan, ásamt 22 samstarfsaðilum undir forystu Umhverfisstofnunar, hefur hlotið um 3,5 milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu til að vinna að fjölbreyttum verkefnum m.a. til að bæta vatnsgæði á Íslandi.

Lesa meira

Sjöunda eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lokið

Uppfært 9. desember kl. 14:20

Eldgosinu austur af Stóra-Skógfell er lokið. Þetta var staðfest í dag þegar Almannavarnir flugu drónaflug yfir svæðið og var engin virkni sjáanleg. Síðast sást glóð í gígnum á vefmyndavélum að morgni 8. desember. Eldgosið hófst að kvöldi 20. nóvember og stóð yfir í 18 daga og var annað stærsta gosið að flatarmáli á Sundhnúksgígaröðinni af þeim sjö sem hafa orðið frá desember 2023.

Lesa meira

Lítið jökulhlaup í Leirá syðri og Skálm

Rafleiðni hefur farið hækkandi í Leirá-syðri og í Skálm síðan 4. desember síðastliðinn. Í lok júlí varð jökulhlaup í Leirá-syðri og Skálm, þar sem hlaupvatn flæddi m.a. yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Skálm. Í kjölfar jökulhlaupsins í júlí virðist jarðhitavatn úr jarðhitakötlum undir jöklinum hafa fengið greiðari leið frá þeim og í árfarvegi. Síðan í ágúst hafa þrír minni atburðir átt sér stað með hækkun á rafleiðni og vatnshæð, og er þetta sá fjórði í röðinni.

Lesa meira

Tíðarfar í nóvember 2024

Tíðarfar í nóvember var mjög tvískipt. Óvenjuleg hlýindi voru á öllu landinu fyrri hluta mánaðarins. Á mörgum veðurstöðvum hefur meðalhiti þessara fyrstu 14 nóvemberdaga aldrei mælst eins hár. Mjög hlýjar og tiltölulega hvassar sunnanáttir voru allsráðandi þessa daga, með vætutíð sunnan- og vestanlands, en þurru og hlýju veðri á Norður- og Austurlandi. Um miðjan mánuðinn snerist svo í norðanáttir. Þá kólnaði hratt á landinu og var hiti vel undir meðallagi út mánuðinn. Þá var þurrt á sunnan- og vestanverðu landinu, en úrkomusamt og töluverð snjóþyngsli á Norður- og Austurlandi.

Lesa meira

Bætt framsetning rýmingarkorta vegna ofanflóðahættu

Ofanflóðasérfræðingar á Veðurstofunni hafa unnið með Almannavarnanefnd Austurlands undanfarið ár að því að uppfæra rýmingarkort vegna ofanflóðahættu fyrir þéttbýlin í Múlaþingi og Fjarðabyggð. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, staðfesti nýju rýmingarkortin formlega með undirritun á Veðurstofunni í dag. Ein mikilvægasta breytingin frá fyrri rýmingarkortum er sú að nú eru kortin sett fram á stafrænan hátt og verða aðgengileg í kortasjám á heimasíðum viðkomandi sveitarfélaga.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica