Bókasafn

© Veðurstofa Íslands
Guðrún Pálsdóttir bókasafnsfræðingur og Þór Jakobsson veðurfræðingur við vígslu bókasafns Veðurstofunnar hinn 22. mars 2012. Myndin er tekin í Undirheimum þar sem margvíslegt efni safnsins er varðveitt.

Nýjar fréttir

Hvernig munu loftslagsbreytingar hafa áhrif á þitt nærsamfélag?

Loftslagsbreytingar hafa margvísleg áhrif á umhverfi og samfélög. Mikilvægt er að almenningur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um þróunina og hvað hún gæti þýtt fyrir nærumhverfi og lífsskilyrði.

Lesa meira

Engin virkni sjáanleg í gossprungunni sem opnaðist í gær

Uppfært 2. apríl kl. 14:50

Engin virkni hefur verið á gossprungunni frá því síðdegis í gær en glóð logar enn í nýja hrauninu og er svæðið óstöðugt og varasamt. Mælingar sýna að rúmmál þess hrauns sem myndaðist í gær var um 0,4 milljón m3. Mælingin er byggð á gögnum sem sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar söfnuðu í mælingaflugi yfir gosstöðvarnar síðdegis í gær. Hraunbreiðan sem myndaðist er sú minnsta sem hefur myndast frá því að goshrinan á Sundhnúksgígaröðinni hófst í desember 2023. Rúmmálið er um 1/6 af rúmmáli hraunbreiðunnar sem myndaðist í eldgosinu í janúar 2024 sem er næst minnsta eldgosið.

Lesa meira

Áfram þarf að reikna með nýju eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Uppfært 25. mars kl. 14:15

Aflögunarmælingar (GPS) sýna að kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram, þó svo að hraði landriss hafi minnkað lítillega síðustu vikur. Þrátt fyrir hægara landris er áfram talið líklegt að kvikuhlaup og/eða eldgos verði á Sundhnúksgígaröðinni.

Lesa meira

Erfitt að fá skýra mynd af þróun virkninnar til næstu ára á Reykjanesskaganum

Miðað við tiltæk vöktunargögn og túlkun þeirra (þann 21.03.2025) bendir allt til þess að rúmmál kviku sem safnast hefur nú undir Svartsengi nái á endanum að byggja upp nægan þrýsting til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Hér er hlekkur á samantekt á við hverju má búast í næstaeldgos.

Lesa meira

Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun

Alls staðar í heiminum bera jöklar þess merki að loftslag er að hlýna vegna athafna mannkyns. Mælingar á magni koltvísýrings í lofti hafa verið gerðar á Mauna Loa á Hawaii síðan 1958 og á Stórhöfða í Vestmannaeyjum frá árinu 1992 og eykst styrkur hans jafnt og þétt. Gildin sem nú mælast eru þau hæstu í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Yfirstandandi loftslagsbreytingar eru fordæmalausar og ískjarnarannsóknir á ísbreiðum Suðurskautslandsins og Grænlands sýna það vel.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica