Bókasafn

© Veðurstofa Íslands
Guðrún Pálsdóttir bókasafnsfræðingur og Þór Jakobsson veðurfræðingur við vígslu bókasafns Veðurstofunnar hinn 22. mars 2012. Myndin er tekin í Undirheimum þar sem margvíslegt efni safnsins er varðveitt.

Nýjar fréttir

Áfram auknar líkur á eldgosi

Uppfært 3. mars kl. 11:55

Skjálftavirkni við Sýlingarfell vegna kvikuhlaups sem hófst um kl.16 í gær hjaðnaði jafnt og þétt eftir kl.18 og var að mestu lokið eftir kl 20.

Gögn benda til þess að kvikuhlaupið í gær hafi stöðvast við Hagafell. Líkur á því að kvika komi upp í tengslum við þetta kvikuhlaup hafa minnkað, en áfram verður náið fylgst með svæðinu hvað þann möguleika varðar.

Líkanreikningar sýna að magn kviku sem hljóp frá Svartsengi í gær hafi verið óverulegt miðað við fyrri kvikuhlaup sem enduðu með eldgosi. Því er hægt að líta svo á að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður.

Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Í ljósi þróunar á virkninni frá því í gær hefur hættustig verið lækkað á tveimur svæðum – svæði 2 og 3.

Lesa meira

Hildigunnur H. H. Thorsteinsson skipuð forstjóri Veðurstofu Íslands

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa Hildigunni H. H. Thorsteinsson í embætti forstjóra Veðurstofu Íslands til næstu fimm ára.

Hún verður skipuð í embættið frá og með 1. júní nk.

Embætti forstjóra Veðurstofu Íslands var auglýst í nóvember sl.  og sóttu átta um embættið.

Lesa meira

Veðurstöðin á Hvanneyri tekur breytingum

Ný veðurstöð á Hvanneyri

Á undanförnum tveimur árum hefur Veðurstofa Íslands í samvinnu við Landbúnaðarháskóla Íslands unnið að færslu og uppfærslu á veðurmælingum á Hvanneyri. Síðan sjálfvirk veðurstöð var sett upp á Hvanneyri árið 1997 hefur umhverfi hennar tekið nokkrum breytingum og veðurstöðin er orðin umlukin trjágróðri og byggingum. Hún uppfyllir því ekki lengur kröfur Veðurstofunnar og Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar um stöð sem mælir veður sem er lýsandi fyrir svæðið. Að auki uppfyllir hún heldur ekki kröfur Landbúnaðarháskólans fyrir landbúnaðarrannsóknir. Þess utan er veðurstöðin í alfaraleið innan Hvanneyri og hafði stundum orðið fyrir hnjaski vegna leiks og starfa íbúa á svæðinu. Því var ljóst að til að hægt væri að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til veðurmælinga þyrfti að færa þær til innan Hvanneyris.

Lesa meira

Óvenjumikill öldugangur við suður- og vesturströnd landsins

Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 var óvenjumikill öldugangur við suðurströnd landsins, ekki síst á Arnarstapa og í Reynisfjöru og höfðu sumir aldrei áður séð neitt þessu líkt. Á Garðskaga og við Grindavík mældist um 8 metra ölduhæð. Ástæðan var lægð suðvestur í hafi, sem olli lágum loftþrýstingi og suðlægum áttum. Lágur loftþrýstingur hækkar sjávaryfirborð og sjávarföll, sem geta aukið eða minnkað öldugang eftir því sem að flæðir að eða fjarar út. Vindur sem blæs yfir sjó og vötn mynda öldur sem verða stærri eftir því sem vindur er hvassari og áhrifin verða meiri með tíma og vegalengd.

Lesa meira

Janúarmánuður sá hlýjasti í sögu jarðar en í kaldara lagi á Íslandi

Samkvæmt yfirliti loftslagsþjónustu Evrópu, Copernicus, var janúar 2024 hlýjasti janúarmánuður frá upphafi mælinga þar sem meðalhiti mældist 13,14°C, eða 0,7°C yfir meðaltali tímabilsins 1991-2020 (mynd 1). Janúar 2024 var 1,66°C hlýrri en meðalhiti janúarmánaða á tímabilinu 1850-1900, tímabilsins fyrir iðnbyltingu.

Nýliðinn janúar er áttundi mánuðurinn í röð þar sem hitamet er slegið ef bornir eru saman sömu mánuðir annarra ára. Hnattrænn meðalhiti síðustu tólf mánaða (febrúar 2023-janúar 2024) mældist hærri en nokkurn tíma eða 1,52°C yfir meðaltali tímabilsins fyrir iðnbyltingu (1850-1900).

Meðalhitastig yfirborðs sjávar (mynd 2) fyrir janúar á hafsvæði utan heimskautsvæðanna (yfir 60°S–60°N) náði 20,97°C, sem er met fyrir janúar, eða  0,26°C hlýrra en fyrra met janúarmánaðar, árið 2016, og næsthæsta gildi fyrir hvaða mánuð sem er í ERA5 gagnasettinu, aðeins 0,01°C frá metinu frá ágúst 2023 (20,98°C).

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica