Tilgangur

Tilgangur

Tilgangur Veðurstofu Íslands er að vinna að bættu öryggi almennings og eigna, samfélagslegri hagkvæmni, sjálfbærri nýtingu náttúrunnar og almennri þekkingaröflun á starfssviði hennar.

Öryggi almennings og eigna

Stuðlað er að öryggi almennings og eigna með rauntímavöktun og spám um hegðan náttúrunnar í þeim tilgangi að vara við náttúruvá og lágmarka þannig slys og tjón af völdum hennar.

Samfélagsleg hagkvæmni

Þekking á náttúrunni og líklegri þróun hennar er forsenda þess að staðið sé að áætlunum, skipulagi, framkvæmdum og fyrirbyggjandi aðgerðum gegn náttúruvá með öruggum og hagkvæmum hætti.

Sjálfbær nýting náttúrunnar

Langtíma gagnasöfnun og rannsóknir á þeim þáttum náttúrunnar sem stofnunin vaktar og líklegri þróun þeirra leggja grundvöll að skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu auðlinda og aðgerðum til eftirfylgni umhverfisstefnu stjórnvalda á hverjum tíma.

Almenn þekkingaröflun

Með hagnýtum rannsóknum á fagsviðum stofnunarinnar er stefnt að því að auka almenna þekkingu og skilning á eðli ýmissa umhverfisþátta og langtímaþróun þeirra. Þessi þekkingaröflun er einnig forsenda aukinnar hæfni stofnunarinnar til vöktunar, rannsókna og ráðgjafar á verkefnasviði sínu.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica