Starfsáherslur

Starfsáherslur Veðurstofu Íslands

Áhersla í starfsemi og starfsháttum Veðurstofu Íslands er í stöðugri endurskoðun. Almennar breytingar í opinberri stjórnsýslu gera kröfur til stofnunarinnar um fagleg og markviss vinnubrögð á starfssviði hennar. Í aðdraganda sameiningar Veðurstofu Íslands hinnar eldri og Vatnamælinga unnu starfsmenn stofnananna umfangsmikla vinnu við að móta áherslur og framtíðarsýn nýrrar stofnunar.

Frá ársbyrjun 2010 og fram á vor 2011 fór fram yfirgripsmikil stefnumótunarvinna. í þeirri vinnu var m.a. hnykkt á tilgangi, hlutverki, viðfangsefnum, gildum og framtíðarsýn stofnunarinnar í heild. Stefna Veðurstofunnar var síðan endurskoðuð af starfsmönnum veturinn 2016-2017 og gefin út í maí 2017 í formi bæklings, Stefna 2017-2021.

Gæðastefna Veðurstofunnar nær til allra þátta í starfsemi hennar og miðast við að uppfylla samning við umhverfisráðuneytið um árangur stofnunarinnar og að vinna í samræmi við alþjóðlega staðla og reglur, þ.m.t. gæðastjórnunarkerfa eins og ISO 9001.

ský

Klósigar og þoturák haustið 2011. Ljósmynd: Þórður Arason.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica