Veðurstofa Íslands 90 ára

Skjöl frá 1920
© Þjóðskjalasafn
Mynd af tveimur skjölum um upphaf veðurathugana á Veðurstofu Íslands. Gjöf frá Þjóðskjalasafni í tilefni af norræna skjaladeginum 13. nóvember 2010 og 90 ára afmæli Veðurstofu Íslands. Eldra skjalið (vélritað) er frá Marineministeriet í Danmörku, dagsett 9. desember 1919, og þar kemur fram að veðurathuganir á Íslandi færast frá dönsku veðurstofunni til Íslendinga. Í yngra skjalinu, frá 27. janúar 1920, fer Stjórnarráðið þess á leit við forstöðumann Löggildingarstofu Íslands að stofan taki að sér veðurathuganir á Íslandi frá 1. janúar 1920.

Nýjar fréttir

Virkni eldgossins stöðug síðustu daga

Uppfært 27. mars kl. 13:30

Virkni í eldgosinu hefur verið nokkuð stöðug síðan á mánudaginn 25.mars. Órói hefur haldist stöðugur síðan þá sem og virknin í gígunum þremur. Hraun rennur áfram í hrauná til suðurs frá gígunum að mestu ofan á hraunbreiðunni sem myndaðist á fyrstu dögum gossins. Meðfylgjandi mynd sýnir útbreiðslu hraunsins eins og hún var kortlögð frá gervitunglamynd síðan 26. mars og svæði þar sem breytingar hafa orðið á milli 20. og 26. mars.

Há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) mældust í skamma stund í Grindavík í nótt (allt upp í 9000 míkrógrömm/m3) en þau lækkuðu fljótt aftur niður í eðlileg gildi. Há gildi brennisteinsdíoxíðs (SO2) mældust í Bláa lóninu og í Höfnum í gær.

Lesa meira

Skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju í gær

Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá kl. 8 um morguninn til hádegis. Stærsti skjálftinn mældist 3,5 að stærð og varð á um 5 km dýpi. Einnig mældust þrír skjálftar frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni. Jarðskjálftavirkni hefur lítið breyst á milli mánaða og verið nokkuð stöðug undanfarið þar til í gær. Síðast mældust skjálftar yfir 3 að stærð í janúar 2022 og október 2021.   

Lesa meira

Alþjóðlegur dagur veðurfræði

Í dag er haldið upp á alþjóðlegan dag veðurs undir yfirskriftinni „í framvarðarsveit loftlagsaðgerða“ (e. At the frontline of climate action) Í ár er lögð áhersla á að loftslagsbreytingar eru sannarlega að eiga sér stað og ógna gjörvöllu samfélagi manna. Áhrifin eru þegar sýnileg og munu verða enn verri ef ekki er brugðist við þegar í stað.

Lesa meira

Páll Bergþórsson lést 10. mars síðastliðinn á 101. aldursári.

Páll fæddist í Fljótstungu í Hvítársíðu 13. ágúst 1923. Hann stundaði nám í Héraðsskólanum í Reykholti frá 1939 til 1941 og lauk síðan stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1944. Að loknu tveggja ára námi í verkfræði við Háskóla Íslands hélt hann til Svíþjóðar 1947 og stundaði nám í veðurfræði við Sveriges Meteorologiska och Hydrologiska Institut (SMHI) í Stokkhólmi og lauk þar prófi 1949. Hann stundaði frekara nám og rannsóknir í veðurfræði við Stokkhólmsháskóla frá 1953 og lauk fil.kand.-prófi 1955. Á árinu 1958 dvaldist hann í Osló í nokkra mánuði við rannsóknir til undirbúnings tveggja daga veðurspáa. Þá vann hann við rannsóknir á spáaðferðum við Reiknimiðstöð evrópskra veðurstofa (ECMWF) í Reading í Bretlandi hálft árið 1980.

Heim kominn frá veðurfræðinámi 1949 hóf Páll störf sem veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands en hann hafði áður starfað þar sem aðstoðarmaður frá 1946 til 1947 og sumarið 1948. Meginverkefni hans á stofnuninni allt til 1982 sneru að almennri veðurspáþjónustu og flugveðurþjónustu. Hann var deildarstjóri veðurfræðirannsókna frá 1982 til 1989. Árið 1989 var Páll skipaður veðurstofustjóri frá 1. október og gegndi því embætti til ársloka 1993, þá sjötugur að aldri.

Lesa meira

Veðurstofa Íslands og Háskóli Íslands efla samvinnu um doktorsnám

Veðurstofa Íslands og Háskóli Íslands endurnýjuðu samstarfssamning sinn um nám, kennslu og rannsóknir þann 15. mars. Samningurinn tekur mið af fyrri samningum en meðal helstu breytinga er aukin áhersla á samstarf um doktorsnám á fagsviðum Veðurstofunnar, sem eru m.a. veður, loftslag, jarðhræringar, jöklar, ofanflóð og auðlindir. Aðilar samningsins munu vinna að sameiginlegri stefnumótun um vísindi og rannsóknarstörf með það í huga að efla akademískt rannsókna- og vísindastarf og styrkja lögbundið hlutverk Veðurstofu Íslands.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica