Veðurstofa Íslands 90 ára

Skjöl frá 1920
© Þjóðskjalasafn
Mynd af tveimur skjölum um upphaf veðurathugana á Veðurstofu Íslands. Gjöf frá Þjóðskjalasafni í tilefni af norræna skjaladeginum 13. nóvember 2010 og 90 ára afmæli Veðurstofu Íslands. Eldra skjalið (vélritað) er frá Marineministeriet í Danmörku, dagsett 9. desember 1919, og þar kemur fram að veðurathuganir á Íslandi færast frá dönsku veðurstofunni til Íslendinga. Í yngra skjalinu, frá 27. janúar 1920, fer Stjórnarráðið þess á leit við forstöðumann Löggildingarstofu Íslands að stofan taki að sér veðurathuganir á Íslandi frá 1. janúar 1920.

Nýjar fréttir

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni við Grjótárvatn

Jarðskjálftavirkni hefur verið samfelld við Grjótárvatn í Ljósufjallakerfinu frá haustinu 2024. Nýjustu skjálftarnir mældust í hrinu 2. október 2025, þar sem stærsti skjálftinn var 3,2 að stærð og fannst víða á Mýrum og í Borgarfirði. Mælingar benda til kvikusöfnunar á 15–20 km dýpi, en engin merki hafa komið fram um að kvika sé á leið til yfirborðs. Hér er tekið saman yfirlit um virknina hingað til, niðurstöður mælinga og mögulegar sviðsmyndir um framhaldið.

Lesa meira

Tíðarfar í september 2025

September var hlýr á landinu öllu. Austan- og suðaustanáttir voru ríkjandi í mánuðinum. Sérlega úrkomusamt var á Austfjörðum og á Ströndum og þar var mánuðurinn víða með blautari septembermánuðum sem vitað er um. 

Lesa meira

Komin inn í tímabil þar sem auknar líkur eru á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Frá og með 27. september eru auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni. Veðurstofan hefur því hækkað viðvörunarstig á svæðinu. Tímabilið þar sem auknar líkur eru á  gosi getur varað hátt í þrjá mánuði. Lesa meira

Hugsum okkur ekki aðeins tvisvar um heldur tíu sinnum – Oddur Sigurðsson heiðraður á degi íslenskrar náttúru

Á Umhverfisþingi í gær hlaut Oddur Sigurðsson jarð- og jöklafræðingur Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Oddur hefur í meira en hálfa öld helgað líf sitt rannsóknum og fræðslu um íslenska jökla, safnað 55.000 ljósmyndum sem varðveittar eru hjá Veðurstofunni og vakið heimsathygli með skjalfestingu á hvarfi Okjökuls. Í ávarpi hans kom meðal annars fram: „Kunnum við að varðveita okkar einstaka land eða verður það innan skamms fyrst og fremst orðið með svipmóti framkvæmdagleði mannsins? Mjög sækir í það horf.“ 
Orð hans eiga sérstaklega vel við í dag, á degi íslenskrar náttúru.

Lesa meira

MEDiate verkefnið á lokametrunum – alþjóðlegt samstarf um áhættustjórnun náttúruvár

Evrópska rannsóknarverkefnið MEDiate er komið á lokametrana eftir þriggja ára samstarf 18 aðila frá sjö Evrópulöndum. Verkefnið miðar að því að þróa nýjar aðferðir til áhættustjórnunar vegna náttúruvár og var nýlega haldin vinnustofa á Veðurstofu Íslands með fulltrúum frá íslenskum og breskum þróunarhópum.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica