Veðurstofa Íslands 90 ára

hafís
© Erla Magnúsdóttir
Hafís á Bitrufirði á Ströndum á útmánuðum 1968. Myndin er tekin af Slitrarnefi yfir fjörðinn til Óspakseyrar.

Nýjar fréttir

Tíðarfar í desember 2025

Desember var óvenjulega hlýr og var hiti langt yfir meðallagi á landinu öllu. Á landsvísu var þetta þriðji hlýjasti desembermánuður frá upphafi mælinga. Jólin voru sérstaklega hlý þegar sunnanhvassviðri gekk yfir landið. Nýtt desemberhámarkshitamet var sett þegar hiti mældist 19,8 stig á Seyðisfirði seint á aðfangadagskvöld.  

Lesa meira

Áfram auknar líkur á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Kvikusöfnun undir Svartsengi er hæg en stöðug, líkt og hún hefur verið síðustu vikurnar. Á meðan að kvikusöfnun er til staðar eru áfram auknar líkur á kvikuhlaupi og eldgosi, en óvissa um tímasetningu á næsta eldgosi er meiri þegar kvikusöfnun er hæg. Óvissan um tímasetningu miðað við hraða kvikusöfnunar núna hleypur á nokkrum mánuðum.

Lesa meira

Glitský yfir Skagafirði — vetrarlegt háloftafyrirbæri

Glitský eru ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu, að jafnaði í um 15 - 30 km hæð. Þau sjást helst um miðjan vetur, við sólarlag eða sólarupprás þegar sólin skín upp á skýin þótt annars sé rökkur eða jafnvel myrkur við jörðu. Litadýrðin minnir á perlumóður, það er að segja lagið sem sést innan á sumum skeljum, og víða eru þau því nefnd perlumóðurský. Enska heitið „nacreous clouds“ merkir einmitt perlumóðurský. Lesa meira

Hafís við Ísland – gervitunglamyndir 4. janúar 2026

Vegna tímabundinnar bilunar á upplýsingasíðu Veðurstofunnar um hafís eru nýjustu gögn birt hér í fréttahlutanum. Myndin sýnir samsett ískort unnið úr gervitunglagögnum RADARSAT og SENTINEL-1. Lesa meira

Hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga

Árið 2025 var það hlýjasta á Íslandi frá upphafi mælinga. Meðalhiti í byggðum landsins var 5,2 stig, 1,1 stigi yfir meðaltali áranna 1991–2020. Ný hitamet féllu víða og árið reyndist það hlýjasta á mörgum veðurstöðvum, meðal annars í Stykkishólmi þar sem hiti hefur verið mældur samfleytt í 180 ár. Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica