Síðan í gær hafa þrjú
svæði verið virk á gossprungunni á milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells.
Virkni í þeim var nokkuð stöðug í nótt en mesta virknin er í gígnum sem er í
miðjunni. Litlar breytingar hafa mælst á gosóróa sem samræmist því að stöðug
virkni sé í eldgosinu. Hraunrennslið er aðallega í vestur og kemur sá
hraunstraumur frá gígnum í miðjunni, en hraun frá syðri og nyrðri hluta
gossprungunnar renna að mestu leyti til austurs en ógnar engum innviðum þar.
Þorsteinn Þorsteinsson, jöklafræðingur á Veðurstofu Íslands, mun flytja erindi á loftslagsráðstefnunni COP29 fimmtudaginn 21. nóvember klukkan 18:00 að staðartíma eða klukkan 14:00 hér á landi. Erindið verður fjarflutt í sérstakri dagskrá ráðstefnunnar um áhrif hlýnunar á ísa og snjóa jarðar (Cryosphere Pavilion) og verður hluti af setu sem ber heitið: "From Global Glacier Monitoring to the Global Glacier Casualty List". Viðburðurinn verður í beinu streymi, og hægt er að fylgjast með honum á þessari vefslóð.
Lesa meiraAlþjóðlega jöklarannsóknafélagið hefur gert Helga Björnsson, jöklafræðing og prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að heiðursfélaga í samtökunum fyrir ævistarf sitt við jöklarannsóknir.
Alþjóðlega jöklarannsóknafélagið er samstarfsvettvangur jöklafræðinga um heim allan og þar starfa flestir íslenskir jöklafræðingar sem m.a. vinna við Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands.
Lesa meiraOktóber var kaldur á landinu öllu. Það var kaldast á norðurhluta landsins en hlýrra sunnanlands. Tíð var þó nokkuð hagstæð, það var óvenjulega hægviðrasamt og úrkoma var undir meðallagi víðast hvar.
Lesa meira