Veðurstofa Íslands 90 ára

Hús Veðurstofu Íslands
© Guðrún Pálsdóttir
Fagsvið Veðurstofu Íslands eru til húsa við Bústaðaveg í Reykjavík. Myndin er tekin í febrúar 2010.

Nýjar fréttir

GNSS-stöð sett upp á Gleiðarhjalla með aðstoð þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar

Veðurstofan hefur sett upp nýja GNSS gervihnattastaðsetningarstöð á Gleiðarhjalla fyrir ofan Ísafjörð. Stöðin er knúin af sól og vindi og mun fylgjast með hreyfingum í lausum jarðlögum til að auka skilning á skriðuvirkni á svæðinu. Uppsetningin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem felur einnig í sér greiningu gervitunglagagna og árlega myndatöku með flygildi.

Lesa meira

Snjókoma á Suðvesturlandi – veðurspár og óvissa

Óvenjulegt veður í byrjun vikunnar olli metsnjókomu á höfuðborgarsvæðinu og víðar á Suðvesturlandi. Snjódýpt í Reykjavík mældist 40 cm að morgni 29. október, sem er mesta dýpt sem mælst hefur í október frá upphafi mælinga. Veðurfræðingar uppfærðu spár í rauntíma eftir því sem veðrið þróaðist. Næstu daga er spáð bjartviðri suðvestantil en hvassviðri og rigningu austanlands um helgina.

Lesa meira

Mesta snjódýpt í Reykjavík í október frá upphafi mælinga

Morgunmælingar Veðurstofunnar sýna að snjódýptin í Reykjavík mældist 27 sentímetrar þann 28. október 2025. Það er mesta snjódýpt sem mælst hefur í höfuðborginni í október frá upphafi mælinga árið 1921.

Lesa meira

Appelsínugular viðvaranir vegna mikillar snjókomu á suðvesturhorni landsins

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular veðurviðvaranir vegna mikillar snjókomu og skafrennings á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi síðar í dag.
Gera má ráð fyrir talsverðum samgöngutruflunum og erfiðri færð, sérstaklega þegar líður á daginn og fram á kvöld. Fólk er hvatt til að fylgjast vel með veðurspám, tryggja öryggi á ferðum og leggja fyrr af stað heim ef ferðast þarf yfir Hellisheiði eða Reykjanesbraut þar sem snjókoman gæti aukist hratt síðdegis. Lesa meira

Um 14 milljón rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi frá síðasta eldgosi

Um 14 milljónir rúmmetrar af kviku hafa safnast undir Svartsengi frá síðasta eldgosi. Út frá fyrri atburðum á Sundhnúksgígaröðinni aukast líkurnar á nýju kvikuhlaupi og eldgosi þegar jafn mikið af kviku hefur safnast fyrir undir Svartsengi og hljóp út í síðasta atburði.
Hættumat Veðurstofunnar hefur verið uppfært og verður óbreytt til 11. nóvember nema ef virkni breytist.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica