Fróðleiksmolar
Fróðleiksmoli um vatn undan jökli
Vatnið sem streymir undan jökli er efnasnautt, gruggugt og kalt (0°C). Það er að vonum mest að sumrinu og minnst að vetrinum og tekur dagsveiflum í samræmi við hita, regn og sólskin. Í jökulárnar bætist smám saman vatn af öðrum uppruna, oft efnaríkt grunnvatn, sem smám saman breytir ánum eftir því sem fjær dregur jökli.