Fróðleiksmolar
Fróðleiksmoli um jökulís og sölt
Ís sem skilar sér með skriðjöklum niður á láglendi er hreinasta form vatns í náttúrunni að vatnsgufu undanskilinni. Sölt í snjó á yfirborði jökuls skolast burtu þegar hluti hans bráðnar á sumrin. Sá snjór sem eftir situr og breytist í ís er því mjög efnasnauður en þegar ísinn bráðnar blandast hann bergmylsnu úr berggrunninum vegna þrýstingsins af fargi jökulsins.