Fróðleiksmolar
Fróðleiksmoli um sjávarsölt í úrkomu
Sjávarsölt setja mark sitt á efnasamsetningu úrkomu á Íslandi. Styrkur þeirra er mestur við ströndina, hann minnkar inn til landsins og með hæð yfir sjávarmáli og vetrarúrkoma er saltari en sumarúrkoma. Í úrkomunni er hlutfall helstu frumefna hið sama og í sjónum en hlutur brennisteins er stærri vegna bruna lífrænna efna. Vatnsföll á Íslandi svara iðnaðarmengun, bæði frá Evrópu og Ameríku. Mengunin hefur minnkað um 42% síðan á áttunda áratugnum.