Fróðleiksmolar
Fróðleiksmoli: efnið vatn
Efni dragast saman við kólnun. Vatn er ólíkt öðrum efnum að því leyti að við 4°C hættir það að dragast saman þrátt fyrir frekari kólnun heldur fer að þenjast út, sbr. greinina Hvers vegna frýs vatn? á Vísindavef H.Í. Vatn hefur háan eðlisvarma og er hentugur orkuberi. Vatn er fjölhæfasti uppleysivökvi sem er við þekkjum.