Fróðleiksmolar
Fróðleiksmoli um vatn
Vatn á jörðinni er upprunnið úr bergi. Aldur sólar og sólkerfisins er talinn vera um 4600 milljónir ára og jörðin litlu yngri. Um 600 milljón árum eftir myndun jarðar var hiti yfirborðs hennar kominn niður fyrir 100°C. Vatn náði þá að þéttast í lofthjúpnum og seinna fór hringrás vatns, eins og við þekkjum hana nú, í gang, þ.e. þétting vatnsgufu, úrkoma, afrennsli, veðrun og uppgufun vatns.