Laus störf

Veðurfræðingur

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða veðurfræðing í vaktavinnu á deild veðurspár og náttúruvárvöktunar á sviði þjónustu- og rannsókna. Veðurfræðingar eru hluti af öflugu teymi vísindafólks og sérfræðinga Veðurstofunnar sem gegna lykilhlutverki við vöktun og rannsóknir á náttúruöflum landsins. Vinnuumhverfið er krefjandi en um er að ræða fjölbreytt vaktavinnustarf og eru vaktir unnar á öllum tímum sólarhringsins allt árið um kring.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Gerð og útgáfa reglubundinna almennra veðurspáa fyrir land og sjó

  • Vöktun og útgáfa viðvaranir vegna veðurvár, veðurtengdrar vár og hafíss

  • Veðurspágerð vegna flugs

  • Vöktun íslenska flugstjórnarsvæðisins með tilliti til veðurs og eldgosaösku

  • Útgáfa flugvallaviðvarana

  • Almenn upplýsingamiðlun

  • Upplýsingamiðlun vegna flugs

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf á sviði náttúru- og/eða raunvísinda, eða sambærileg menntun, framhaldsmenntun er kostur

  • Greiningarhæfni gagna og gott vald á úrvinnslu þeirra

  • Góð hæfni í samstarfi og mannlegum samskiptum

  • Hæfni til að miðla upplýsingum

  • Góð tölvufærni

  • Skipulagshæfni og nákvæmni

  • Geta til að vinna undir álagi

  • Hæfni til að taka skjótar ákvarðanir og sýna frumkvæði

  • Gott vald á töluðu og rituðu máli á íslensku og ensku

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.

Umsókninni þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 05.02.2025

Sækja um starf

Nánari upplýsingar veitir

Helga Ívarsdóttir, helga@vedur.is

Sími: 5226000

Borgar Ævar Axelsson, borgar@vedur.is

Sími: 5226000


Nýjar fréttir

Jarðskjálftahrina í gangi við Reykjanestá

Um kl. 14:30 í gær hófst nokkuð áköf jarðskjálftahrina nærri Reykjanestá. Mestur ákafi var í hrinunni í upphafi þegar um 50 – 60 jarðskjálftar mældust fyrstu klukkustundirnar. Þegar leið á daginn dró úr virkninni, en jókst síðan aftur skömmu fyrir miðnætti þegar jarðskjálfti af stærð 3,5 varð. Eftir að virknin jókst aftur í gærkvöldi færðist virknin aðeins vestar eins og meðfylgjandi mynd sýnir, þar sem bláir hringir sýna staðsetningu skjálfta sem urðu í upphafi hrinunnar í gærdag en gulir og rauðir skjálftar sem síðan urðu seint í gærkvöldi og nótt.

Lesa meira

Áfram þarf að reikna með nýju eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Uppfært 11. mars kl. 14:45

Aflögunarmælingar sýna að landris heldur áfram á svipuðum hraða og síðustu vikur. Kvika heldur því áfram að safnast fyrir undir Svartsengi og hefur rúmmál hennar aldrei verið meira eftir að goshrinan á Sundhnúksgígaröðinni hófst í desember 2023.

Samhliða kvikusöfnuninni hefur jarðskjálftavirkni á Sundhnúksgígaröðinni farið smám saman vaxandi og er svipuð og var fyrir eldgosið í nóvember.

Lesa meira

Tíðarfar í febrúar 2025

Febrúar var óvenjulega hlýr, úrkomusamur og snjóléttur. Suðlægar áttir voru ríkjandi í mánuðinum. Töluvert var um illviðri, sérstaklega í byrjun mánaðar. Verst var veðrið dagana 5. og 6. febrúar þegar mikið sunnan hvassviðri gekk yfir landið. Veðrið bættist í hóp verstu óveðra síðustu ára. Samgöngur lágu niðri og veðrið olli töluverðu tjóni víða um land.

Lesa meira

Ný rannsókn sýnir að rýrnun jökla á jörðinni herðir á sér

Samkvæmt rannsókn,sem birt er í dag í vísindaritinu Nature, hafa jöklar jarðar, að frátöldum stóru ísbreiðunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu, að meðaltali rýrnað um 273 milljarða tonna af ís árlega frá síðustu aldamótum. Rýrnunin samsvarar 273 rúmkílómetrum vatns. Lesa meira

Óveðrið 5.- 6. febrúar eitt öflugasta sunnan illviðrið síðustu ár

Mikið sunnan illviðri gekk yfir landið dagana 5.–6. febrúar 2025 og bætist það í hóp verstu óveðra síðustu ára. Slík veður eru þó ekki óalgeng hér á landi og koma á 2–5 ára fresti. Hins vegar hafa síðustu vetur verið fremur hægviðrasamir og því hafa illviðri verið sjaldgæf.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica