Laus störf

Sérfræðingur í hugbúnaðarþróun

Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi í hugbúnaðarþróun sem kemur til starfa á Athugana- og upplýsingatæknisviði. Sviðið sinnir margþættu hlutverki við rekstur og þróun til öflunar gagna fyrir langtíma náttúrufars- og auðlindarannsóknir auk vöktunar náttúruvár. Í boði er spennandi og krefjandi starf í hópi 35 starfsmanna við rekstur á innviðum og mælikerfum sem telja hátt í 600 stöðvar vítt og breytt um landið.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Þróun Rest APIs fyrir gagnadeilingu
  • Vinna með sérfræðingum að þróun á gagnainnlestri, gagnabirtingu og gagnavinnslu
  • Þróun og viðhald á innanhúss vefsíðum sem eru notaðar til vöktunar á náttúruvá, birtingu og skráningu gagna

Hæfniskröfur

  • Háskólanám á sviði tölvunarfræði, verkfræði, tæknifræði eða sambærileg reynsla sem nýtist í starfi
  • Reynsla af forritunarmálunum Python og Typescript
  • Þekking á PostgreSQL og APIs
  • Þekking á TimescaleDB og Linux er kostur
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Hæfni til að vinna sjálfstætt og í teymisvinnu
  • Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
  • Gott vald á töluðu og rituðu máli í íslensku og ensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.

Gildi Veðurstofu Íslands eru Þekking - Áreiðanleiki - Framsækni - Samvinna. Ráðningar hjá stofnuninni taka mið af þessum gildum.

Fríðindi í starfi: Möguleiki á fjarvinnu 2 daga í viku - Sveigjanlegur vinnutími - Samgöngu-, net- og símastyrkur - Mötuneyti - Hjólageymsla, gufa, líkamsræktar- og sturtuaðstaða - Öflugt starfsmannafélag

Tæknistakkur:

Framendi: Typescript, NextJS, Tailwind CSS

Bakendi: Python, FastAPI, PostgreSQL, Docker, GitLab CI/CD



Veðurstofa Íslands er opinber stofnun sem heyrir undir umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytið. Hjá stofnuninni starfa um 150 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræðasvið. Auk þess starfa um 80 manns við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegar um landið. Hlutverk stofnunarinnar er öflun, varðveisla og úrvinnsla gagna, sem og miðlun upplýsinga á helstu eðlisþáttum jarðarinnar, þ.e. lofti, vatni, jörð, snjó, jöklum og hafi. Starfsemin fer fram á tveimur kjarnasviðum: Athugana- og upplýsingatæknisviði og Þjónustu- og rannsóknasviði auk Fjármála- og rekstrarsviði og Skrifstofu forstjóra. Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu hennar: www.vedur.is

Umsókninni þarf að fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um starfið.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.01.2025

Sækja um starf 



Nánari upplýsingar veitir

Ingvar Kristinsson, ingvar@vedur.is

Sími: 5226000

Hjalti Geir Garðarsson, HjaltiGa@vedur.is

Sími: 5226000


Nýjar fréttir

Aukin hætta á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni

Uppfært 21. febrúar kl. 11:50

Uppfærðir líkanreikningar sýna að magn kviku sem hefur safnast fyrir undir Svartsengi er nú jafn mikið og það var fyrir gosið sem hófst 20. nóvember í fyrra.

Miðað við fyrri atburði á Sundhnúksgígaröðinni má því ætla að vaxandi líkur séu á að næsti atburður hefjist innan nokkurra daga eða vikna.

Lesa meira

Ný rannsókn sýnir að rýrnun jökla á jörðinni herðir á sér

Samkvæmt rannsókn,sem birt er í dag í vísindaritinu Nature, hafa jöklar jarðar, að frátöldum stóru ísbreiðunum á Grænlandi og Suðurskautslandinu, að meðaltali rýrnað um 273 milljarða tonna af ís árlega frá síðustu aldamótum. Rýrnunin samsvarar 273 rúmkílómetrum vatns. Lesa meira

Óveðrið 5.- 6. febrúar eitt öflugasta sunnan illviðrið síðustu ár

Mikið sunnan illviðri gekk yfir landið dagana 5.–6. febrúar 2025 og bætist það í hóp verstu óveðra síðustu ára. Slík veður eru þó ekki óalgeng hér á landi og koma á 2–5 ára fresti. Hins vegar hafa síðustu vetur verið fremur hægviðrasamir og því hafa illviðri verið sjaldgæf.

Lesa meira

Óveðrið gengur niður – enn viðvaranir á austanverðu landinu

Uppfært 6. febrúar kl. 16:45

Lægð fór yfir vestanvert landið í dag og olli óveðri víða um sunnan-, austan og norðanvert landið.

Rauðar viðvaranir vegna sunnan illviðrisins eru enn í gildi á austanverðu landinu fram til kvölds.  Spáð er sunnan 23-30 m/s og rigningu um austanvert landið með staðbundnum vindhviðum yfir  50 m/s.  Má búast við foktjóni og hættulegum aðstæðum utandyra og ferðalög eru ekki ráðlögð. Á Austfjörðum mun veðrið lægja síðast, um kvöldmatarleytið.

Lesa meira

Tíðarfar í janúar 2025

Janúar var tiltölulega kaldur, sérstaklega á Norðausturlandi. Mánuðurinn var hægviðrasamur miðað við árstíma.  Hlýindi og miklar rigningar um miðjan mánuð ollu miklum leysingum og flæddu ár og lækir víða yfir vegi og tún. Töluverð snjóþyngsli voru á Austurlandi í mánuðinum. Þar snjóaði óvenjumikið þ. 20. og mældist snjódýptin á Austfjörðum með því mesta sem vitað er um í janúarmánuði. Síðasta dag mánaðarins skall stormur á landinu sem olli bæði fok- og vatnstjóni, auk ofanflóða og mikilla samgöngutruflana.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica