Laus störf

Landfraedilegaum-upplysingakerfum

Sérfræðingur í landfræðilegum upplýsingakerfum

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing í landfræðilegum upplýsingakerfum. Um er að ræða fullt starf á þjónustu- og rannsóknasviði. Leitað er að einstaklingi sem tekið þátt í hættumats- og rannsóknarverkefnum í fjölbreyttu og spennandi starfsumhverfi sem kemur við ýmsa þætti starfsemi Veðurstofunnar, einkum þá sem snúa að náttúruvá.

Lesa meira
Serfraedingur-i-grunnvatni

Sérfræðingur í grunnvatni

Hér er vatn, um grunnvatn, frá þurrkum, til flóða. Veðurstofa Íslands leitar að sérfræðingi á sviði vatnafræði með áherslu á grunnvatn. Um er að ræða fullt starf á þjónustu- og rannsóknasviði innan deildar loftslags, veður, vatns, jökla og hafs. Leitað er að einstaklingi sem getur tekið þátt í hættumats- og rannsóknarverkefnum sem snúa að grunnvatnsauðlindinni.

Lesa meira
25032024

Sérfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfinga

Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á sviði jarðskorpuhreyfinga með áherslu á aflögun eldfjalla og tölulegar hermanir. Við leitum að sérfræðingi með reynslu af tölulegum líkönum sem byggð eru á jarðskorpumælingum til þess að fylgjast með aflögun eldfjalla og breytingum vegna eldsumbrota. Reynsla af notkun gagna frá bæði staðsetningarmælingum með gervitunglum (GNSS-mælingum, eða GPS) og bylgjuvíxlmyndum frá ratsjárgervitunglum (e. InSAR) er skilyrði. Enn fremur er gert ráð fyrir að viðkomandi vinni að afurðaþróun úr slíkum gögnum til að efla náttúruváreftirlitið. Um er að ræða fullt starf á þjónustu- og rannsóknasviði innan deildar eldvirkni, jarðskjálfta og jarðhniks. Í boði er spennandi, krefjandi og fjölbreytt framtíðarstarf í hátækniumhverfi þar sem viðfangsefnið er náttúruöfl landsins.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica