Veðurstofa íslands

Valmynd.


Hlusta
Íslensk eldfjöll

Veðurathuganir á Stórhöfða

veðurstöð með viðurkenningu

Veðurathuganir hófust á Stórhöfða 17. september 1921. Þá var Jónathan Jónsson vitavörður og voru athuganirnar gerðar meðfram vitavarðarstarfinu. Jónathan sinnti þessu ásamt sonum sínum, Sigurði og Gunnari, en sá fyrrnefndi tók alfarið við hvorutveggja árið 1935. Röðin er óslitin til dagsins í dag.

Stórhöfði er svokölluð skeytastöð þar sem veður er athugað átta sinnum á sólarhring, kl. 3, 6, 9, 12, 15, 18, 21, 24, alla daga ársins, og ótrúlegt að sama fjölskylda skuli hafa veitt þessar mikilvægu upplýsingar í hartnær níutíu ár við erfiðar aðstæður þar sem stormar eru tíðir og strangir og sjávarýring mikil.

Í upphafi voru athuganir aðeins gerðar á daginn, fyrst var athugað þrisvar á dag, klukkan 8, 14 og 21 að þáverandi íslenskum miðtíma (samsvarar kl. 9, 15 og 22 í dag). Á árabilinu 1922 til 1941 voru athuganirnar lengst af ýmist 5 eða 6 á dag. Árið 1941 var farið að athuga 7 sinnum á sólarhring, en átta sinnum frá 1952 og síðan.

Engin úrkoma
veðurathugunarmaður tekur brúsa úr úrkomumæli á grasi gróinni flöt
Úrkomumæling á góðviðrisdegi árið 1974.

Níu ára gamall fór sonur Sigurðar, Óskar Jakob, að halda veðurdagbók og hjálpa föður sínum. Árið 1952 tók hann að sér hluta reglubundinna veðurathugana (kl. 02:00) og þegar faðir hans lést, 1966, tók hann alfarið við veðurathugun og vitavörslu. Óskar J. Sigurðsson missti varla úr veðurathugun á sinni vakt nema skömmu eftir eldgosið í Heimaey 1973, því þá sótti hann messu í kirkjunni ásamt öðrum Vestmannaeyingum.

Árið 2005 fékk veðurstöðin á Stórhöfða viðurkenningu frá Alþjóðaveðurfræðistofnuninni, WMO, þess efnis að hafa uppfyllt ströngustu kröfur um skil inn í alþjóðlega veðurathuganakerfið (World Weather Watch) ásamt stöðvunum í Keflavík og á Akureyri.

Pálmi Freyr, sonur Óskars, starfaði með föður sínum að veðurathugunum seinni árin en Óskar lét af störfum 31. október 2014.

Fuglamerkingar hóf Óskar árið 1953 og sinnti þeim fram í september 2014. Enginn einn maður hefur merkt fleiri fugla, alls 91.695 og yfir 40 tegundir, en slíkar merkingar eru mjög mikilvægt framlag til rannsókna á hátterni fugla. Strax árið 1997 var þetta skráð í Heimsmetabók Guinness og sama ár hlaut Óskar fálkaorðuna fyrir störf í þágu fuglarannsókna.

Stórhöfði lagði því sinn skerf til vísindanna á fleiri einu sviði og gerir enn: Veðurstofa Íslands rekur þar sjálfvirka veðurstöð, sýni eru enn tekin til mengunarmælinga í samvinnu við Náttúrustofu Suðurlands og vonandi verður fuglamerkingum sinnt í einhverjum mæli þó það verði aldrei eins og áður.


Tengt efni

  • Umhverfisráðuneytið
  • Umhverfisstofnun
  • Landgræðsla ríkisins
  • Landbúnaðarháskóli Íslands
  • Náttúrufræðistofnun Íslands
  • Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn
  • Skógrækt ríkisins
  • Stofnun Vilhjálms Stefánssonar
  • Norska loftrannsóknastofnunin
  • Samningurinn um loftmengun sem berst langar leiðir

vedur.is

  • Forsíða
  • Veður
  • Jarðhræringar
  • Vatnafar
  • Ofanflóð
  • Loftslag
  • Hafís
  • Mengun
  • Um Veðurstofuna

Mengun

  • Mengun
    • Sýnaraðir
    • Brennisteinn
    • Þungmálmar
    • Þrávirk lífræn efni
    • Vistfræði
    • Stórhöfði
      • Mengunarmælingar á Stórhöfða
      • Veðurathuganir á Stórhöfða
      • Vitaverðir á Stórhöfða
      • Saga Stórhöfðavita
      • Saga vitanna við Íslandsstrendur
    • Gróðurhúsalofttegundir
    • Um lofttegundirnar
    • Þolmörk jarðar
  • Geislun
  • Óson
  • Fróðleikur

Reykjanesskagi
gottvedur.is

Leit á vefsvæðinu


Aðrir tengdir vefir

  • English

Samskipti

© Veðurstofa Íslands | Bústaðavegi 7-9 | 105 Reykjavík | Sími 522 6000 | Kennitala 630908-0350
Hafa samband | Starfsfólk | Notkunarskilmálar | Veftré | Spurt og svarað um vefinn | Persónuvernd


Þetta vefsvæði byggir á Eplica